Myndir mánaðarins Júlí 2018 tbl. 294 Bíóhluti | Page 4
Myndir mánaðarins
Jæja ...
Ekki fór það nú svo að við Íslendingar yrðum heimsmeistarar í
fótbolta í ár en eins og alltaf í öllum tilvikum þá kemur dagur eftir
þennan dag og nú er bara að setja stefnuna á næsta mót. Það
jákvæða er að landsliðið stóð sig samt afar vel, vann riðilinn í
undankeppninni, skoraði í sínum fyrsta leik fyrsta mark Íslands í
lokakeppni heimsmeistaramóts, vann fyrrverandi heimsmeistara
Argentínu 1-1 og hefði bara þurft að laða að sér eins og tvær til
þrjár lukkudísir í viðbót til að komast upp úr riðlinum og í sextán
liða úrslitin. En þetta kemur allt alveg áreiðanlega næst.
...verðlaunin fyrir besta
bíónammið fær
Bíódagskrá kvikmyndahúsanna í júlí inniheldur að þessu sinni
óvenju fáar myndir, eða þær sjö sem sjá má nöfnin á hér fyrir
neðan og eru svo að venju kynntar nánar aftar í blaðinu:
1. júlí Ant-Man and the Wasp
4. júlí Ævintýraferð fakírsins sem festist
inni í IKEA-skáp
11. júlí Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið
11. júlí Skyscraper
18. júlí Mamma Mia! Here We Go Again
18. júlí The Equalizer 2
18. júlí Hereditary
Bls. 18
Bls. 20
Bls. 21
Bls. 22
Bls. 24
Bls. 26
Bls. 28
Og eins og alltaf hvetjum við lesendur til að kíkja einnig á DVD-
og VOD-útgáfuna sem finna má hinum megin í blaðinu auk
kynningar á einum nýjum tölvuleik og endurkynningar á öðrum.
- Góða skemmtun!
Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í
eitthvert kvikmyndahúsanna?
Finndu þá hvolpinn og taktu þátt í leiknum!
Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna pínulítinn
hvolp sem gleymdi sér inni á einni síðunni hér bíó-
megin í blaðinu og lítur út eins og þessi:
Ef þú finnur hvolpinn og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á
facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með
skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem hvolpurinn er. Ekki
gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu.
TM
Frestur til þátttöku er til og með 21. júlí. Valið verður af handahófi
úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa
síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði sem kemur
út í lok júlí.
Vinningshafar í síðasta leik, finndu ugluna:
Fannar Þórir Samúelsson, Blikahólum 10, 111 Reykjavík
Mikael Guðbrandsson, Birtingakvísl 34, 110 Reykjavík
Erna Dögg Brynjarsdóttir, Sandprýði 3, 210 Garðabæ
Hólmfríður S. Traustadóttir, Þrastarhöfða 21, 270 Mosfellsbæ
María Hrönn Valberg, Hæðarbyggð 12, 210 Garðabæ
Takk fyrir þátttökuna!
MYNDIR MÁNAÐARINS
294. tbl. júlí 2018
Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417
Heimasíða: www.myndirmanadarins.is
Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / [email protected]
Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson
Próförk: Veturliði Óskarsson
Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja
Upplag: 20.000 eintök
4
Myndir mánaðarins
Litríkt bíónammi