Myndir mánaðarins Júlí 2017 tbl. 282 DVD-VOD-hluti | Page 17

Mesteren Er keisarinn ekki í neinu ?
Feed Fullkomnunin kostar sitt
Mesteren – Feed
VOD
94 mín
Aðalhl .: Søren Malling , Jakob Oftebro , Ane Dahl Torp og Sus Wilkins Leikstj .: Charlotte Sieling Útg .: Myndform
Drama
14 . júlí
Mesteren Er keisarinn ekki í neinu ?
Simon er konungur í danska listheiminum , sérvitur , auðugur , vel kvæntur og með unga hjákonu á kantinum . Lífið er gott . En þá hittir hann son sinn .
Listamaðurinn Simon Brahe er aðalmaðurinn sem allir vilja vera memm . Hann hefur safnað í kringum sig sinni eigin hirð sem dýrkar hann og hlýðir hverju því sem hann segir , sama hversu sérviskulegt það er . Hann klæðir sig öðruvísi en allir aðrir , mætir í náttfötum í veislur og á viðburði og lætur allt snúast um sig . Dag einn dúkkar upp heima hjá honum 29 ára gamall sonur hans sem hann var eiginlega búinn að gleyma að hann ætti . Þeir endurfundir eiga síðan eftir að breyta öllu , ekki síst þegar Simon kemst að því að sonurinn leynir heldur betur á sér ...
Punktar ............................................................................................ l Mesteren er fyrsta bíómynd Charlotte Sieling en hún er þekktur leikstjóri sjónvarpsefnis og leikstýrði t . d . mörgum þáttum sjónvarpsseríanna þekktu , Forbrydelsen , Broen og Borgen . Charlotte skrifaði einnig bæði söguna og handritið að Mesteren .
l Myndin er klippt af okkar manni , Sverri Kristjánssyni , sem klippti m . a . vaktar-sjónvarpsseríuna , Bjarnfreðarson , Djúpið o . fl . þekktar myndir . l Aðalleikara myndarinnar , Søren Malling , ættu flestir að þekkja en hann lék m . a . Jan Meyer í Forbrydelsen , Torben Friis í Borgen og Tonni í spennuþáttunum Dicte .
Søren Malling leikur hinn sérvitra og litríka listamann Simon Brahe í Mesteren .
Feed Fullkomnunin kostar sitt
Matt og Olivia eru nánir tvíburar , fædd inn í auðlegð og allsnægtir um leið og til þeirra eru gerðar miklar kröfur . Hvað gerist þegar annað þeirra deyr ?
Feed er glæný mynd sem hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en hún kemur út í Bandaríkjunum á sama tíma og á Íslandi . Sagan og handritið er eftir aðalleikkonuna , Troian Bellisario , sem sagt hefur í viðtölum að hún byggi það að hluta til á sinni eigin reynslu , en hún glímdi við alvarlegt lystarstol á sínum yngri árum sem gekk mjög nærri henni . Segja má að í Feed segi hún frá þeirri baráttu á sinn hátt , en þegar Matt deyr í bílslysi þarf Olivia að takast á við þann óbærilega missi – sem rétt eins og lystarstolið gerði , ógnar bæði geðheilsu hennar og lífi ...
Punktar ............................................................................................ l Tom Felton er þekktastur fyrir að leika Draco Malfoy í Harry Potter-myndunum en Troian Bellisario er þekktust fyrir að leika Spencer Hastings í Pretty Little Liars .
VOD
Aðalhl .: Troian Bellisario , Tom Felton og Ben Winchell Leikstjórn : Tommy Bertelsen Útgefandi : Sena
Drama
96 mín
20 . júlí
Troian Bellisario og Tom Felton leika tvíburana samrýndu , Oliviu og Matt , í Feed .
Myndir mánaðarins 17