Myndir mánaðarins Janúar 2018 tbl. 288 Bíó | Page 34

12 Strong Þeir ruddu brautina Sönn saga tólf manna bandarískrar hersveitar sem send var til Afganistan strax eftir árásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 til að ganga í lið með Afgönum sem börðust um völdin við sveitir talíbana í afskekktu fjalllendi landsins. Kvikmyndin 12 Strong er væntanleg í bíó 19. janúar en hún er eftir leikstjórann Nicolai Fuglsig, framleidd af Jerry Bruckheimer og byggð á bók bandaríska blaðamannsins og rithöfundarins Dougs Stanton, Horse Soldiers, sem kom út árið 2009 og sat á metsölulista New York Times um margra vikna skeið. Hér er sögð sönn saga fyrstu hermannasveitarinnar sem send var til Afganistan eftir árásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 en hún var aðeins skipuð tólf mönnum og fólst verkefni hennar í að að- stoða afganska vinasveit Bandaríkjanna, undir stjórn herforingjans Abduls Rashid Dostum, í baráttunni við talíbana í norðanverðu landinu. Ljóst var frá upphafi að þessi för yrði hættulegri en flestar aðrar enda voru talíbanarnir bæði fjölmennari en sveitir Abduls og, ólíkt bandarísku sveitinni, á heimavelli í hrjóstrugu fjalllendinu ... 12 Strong Sannsögulegt / Stríð Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Michael Shannon, William Fichtner, Michael Peña, Taylor Sheridan, Elsa Pataky, Geoff Stults, Rob Riggle, Trevante Rhodes og Fahim Fazli Leikstjórn: Nicolai Fuglsig Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Frumsýnd 19. janúar Hermennirnir tólf tilheyrðu svokallaðri grænhúfusveit bandaríska hersins og fóru í átökin sem sjálfboðaliðar enda lá nokkuð ljóst fyrir að líkurnar á því að þeir myndu lifa af voru óvenju litlar. Punktar .................................................... Þegar þetta er skrifað hefur 12 Strong hvergi verið sýnd en af stikl- unni að dæma er um hörkumynd að ræða sem segja má að fjalli um ekki ólíka hetjudáð og myndin Black Hawk Down gerði þar sem barist var við nánast vonlausar aðstæður, en þessar myndir eiga það líka sameiginlegt að vera framleiddar af Jerry Bruckheimer. l Sú sem leikur eiginkonu persónunnar sem Chris Hemsworth leikur í 12 Strong, Elsa Pataky, er eiginkona Chris í raun og er þetta í fyrsta sinn sem þau hjónin leika hvort á móti öðru í bíómynd. l Veistu svarið? Chris Hemsworth, sem er auðvitað þekktastur fyrir að leika þrumuguðinn Þór, hefur einu sinni áður leikið í stríðsmynd þar sem hann fór fyrir hópi ungs fólks sem barðist við innrásarher frá Norður-Kóreu. Hvaða mynd erum við að tala um? Eitt það óvenjulegasta við baráttu bandarísku sveitarinnar við talíbanana var að þeir notuðu hesta til að nálgast óvini sína. Red Dawn. 34 Myndir mánaðarins