Myndir mánaðarins Janúar 2017 tbl. 276 DVD/VOD hluti | Page 16

Middle School : The Worst Years of My Life
Reglur eru reglur – eða hvað ?
Rafe Khatchadorian er kominn í sjöunda bekk og líst ekkert á að þurfa að eiga við allt sem fylgir unglingsárunum , þ . á m . að þurfa að fylgja þeim reglum sem hinir fullorðnu setja honum .
Middle School : The Worst Years of My Life er byggð á samnefndri metsölubók eftir James Patterson og segir frá hinum þrettán ára gamla Rafe sem ákveður ásamt félaga sínum , Leonardo hinum þögla , að brjóta hverja einustu skólareglu sem sett hefur verið !
Á sama tíma þarf hann að glíma við að verða skotinn í stelpu í fyrsta sinn , verja sig fyrir skólabullunni , gæta þess að systir sín fari sér ekki að voða , sætta sig við stöðuga fjarveru sívinnandi móður sinnar og takast á við nýjasta unnusta hennar , hinn hundleiðinlega Carl ...
Middle School : The Worst Years of My Life Gamanmynd
DVD
VOD
Aðalhlutverk : Griffin Gluck , Thomas Barbusca , Isabela Moner , Jacob Hopkins , Lauren Graham , Rob Riggle , Andrew Daly og Alexa Nisenson Leikstjórn : Steve Carr Útg .: Myndform
92 mín
12 . janúar
Rafe Khatchadorian fær alveg nóg af reglugerðafargani skólans og ákveður að gera sína eigin uppreisn með aðstoð besta vinar síns .
Punktar .................................................... HHH1 / 2 - Variety HHH1 / 2 - H . Reporter HHH1 / 2 - L . A . Times
l Bókin sem myndin er gerð eftir kom út í júní árið 2011 og var fljótlega komin í efsta sæti metsölulista New York Times yfir barna- og unglingabækur enda bráðskemmtileg í alla staði , fyndin og hugmyndarík , en um leið raunsæ . Höfundurinn , James Patterson , hefur síðan skrifað og gefið út sex aðrar bækur um ævintýri Rafes og systur hans , Georgiu , og hver veit nema þær sögur verði líka að bíómyndum .
l Sá sem leikur Rafe , Griffin Gluck , þykir einn efnilegasti ungi leikari Bandaríkjanna í dag , svo og Isabela Moner sem leikur vinkonu hans , Jeannie Galleta , en Isabela er þegar orðin umtöluð unglingastjarna eftir að hafa slegið í gegn á Nickelodeon-sjónvarpsstöðinni .
Khatchadorian-fjölskyldan er samheldin og tiltölulega hamingjusöm þótt hún glími við sín vandamál eins og allar aðrar fjölskyldur .
Hinum reglufasta og stranga skólastjóra Dwight ( Andrew Daly ) líst ekkert á stöðuna þegar einhver byrjar að brjóta allar skólareglurnar .
16 Myndir mánaðarins