Myndir mánaðarins Janúar 2017 tbl. 276 DVD/VOD hluti | Page 10

Deepwater Horizon Sannsögulegt
Deepwater Horizon
Þegar vonin ein dugar ekki til
Þann 20 . apríl árið 2010 urðu starfsmenn olíuborpallsins Deepwater Horizon varir við að eitthvað mjög óeðlilegt var um að vera . Áður en nokkur fékk rönd við reist varð gríðarleg sprenging á pallinum sem kostaði ekki bara mörg mannslíf heldur markaði upphaf mesta olíuumhverfisslyss sögunnar .
Deepwater Horizon er eftir Peter Berg sem hér segir okkur frá þeim hrikalega atburði þegar olíuborpallurinn Deepwater Horizon sprakk nánast í loft upp og sökk um sextíu kílómetra suðaustur af Louisianaríki Bandaríkjanna þar sem hann var að dæla olíu upp úr svokallaðri Macondo-olíulind . Um leið hófst stjórnlaust streymi af olíu úr borholunni og leiddi til einhvers æsilegasta kapphlaups við tímann sem menn hafa lent í enda ógnaði olíulekinn öllu lífi í Mexíkóflóa , bæði dýra og manna ...

Deepwater Horizon Sannsögulegt

VOD
107 mín
Aðalhlutverk : Mark Wahlberg , Dylan O ’ Brien , Kate Hudson , Kurt Russell , John Malkovich , Gina Rodriguez og Ethan Suplee Leikstjórn : Peter Berg Útgefandi : Samfilm
5 . janúar
Þeir Dylan O ’ Brien og Mark Wahlberg leika þá Caleb Holloway og Mike Williams sem mikið mæðir á eftir að sprengingin á sér stað .
Punktar .................................................... HHHH - H . Reporter HHHH - Guardian HHHH - Empire HHHH - Entert . W HHHH - Time HHHH - The Telegraph
l Til að gera atriðin sem gerast á pallinum sem raunverulegust var byggð eftirlíking af Deepwater Horizon-olíuborpallinum sem komið var fyrir rétt úti fyrir strönd Louisianaríkis . Hermt er að þetta sé stærsta sviðsmynd sem nokkurn tíma hefur verið smíðuð .
l Þetta er í fyrsta sinn sem þau stjúpfeðgin Kurt Russell og Kate Hudson leika í sömu myndinni , en þótt þau komi bæði talsvert við sögu sjást þau reyndar bara saman í einu atriði hennar .
Kurt Russell leikur Jimmy Harrell , einn af stjórnendum olíupallsins .
Veistu svarið ? Deepwater Horizon er önnur af þremur myndum í röð sem Peter Berg hefur nú gert með Mark Wahlberg í aðalhlutverki . Sú fyrsta var Lone Survivor en þriðja myndin er einmitt ein af þeim sem frumsýna á í kvikmyndahúsum í janúar . Hvaða mynd ?
Sprengingin sem átti sér stað á Deepwater Horizon-olíupallinum var gríðarlega öflug og þykja þau atriði frábærlega vel gerð í myndinni .
10 Myndir mánaðarins
Patriot ´ s Day .