Myndir mánaðarins Janúar 2017 tbl. 276 Bíóhluti | Page 6

Nú árið er liðið ...

Hver er besta mynd ársins ?

Að þessu er spurt út um víðan völl um hver áramót þótt allir viti að auðvitað getur enginn svarað spurningunni nema fyrir sig . Í fyrsta lagi kemst enginn yfir að sjá allar góðar myndir , í öðru lagi er smekkurinn misjafn milli manna og í þriðja lagi þá eru góðu myndirnar bara svo margar að það er í raun ekki til nein rökrétt leið að gera upp á milli þeirra . Samt sem áður er það nú gert . Kvikmyndaáhugafólk gerir það , gagnrýnendur gera það og dómnefndir gera það á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum .
En hvernig sem það nú er og hvernig sem allt fer að lokum er alltaf gaman að skoða val fólks á bestu myndunum og þá ekki síður að bera val hvers og eins saman við val annarra . Þá kemur oft og tíðum út ákveðið munstur þar sem nokkrar myndir taka að skera sig úr með því að koma oftar fyrir á listunum en aðrar .
Í tilfelli ársins 2016 eru það þrjár myndir sem eiga það sameiginlegt að birtast á nánast öllum topp tíu listum yfir bestu myndir ársins Þetta eru myndirnar La La Land eftir Damien Chazelle , Moonlight , sem er fyrsta bíómynd Barrys Jenkins , og mynd Kenneths Lonergan , Manchester by the Sea . Það verður því að teljast líklegt að þessar þrjár myndir eigi eftir að keppa hvað harðast um útnefningarnar á stóru hátíðunum eftir áramót , þ . e . Golden Globe-hátíðinni , bresku BAFTA-hátíðinni og svo á sjálfri aðalhátíð kvikmyndanna , Óskarsverðlaunahátíðinni , sem að þessu sinni fer fram sunnudaginn 26 . febrúar .
1 . 2 . 3 . 4 . 5 . 6 . 7 . 8 . 9 . 10 .
10 vinsælustu bíómyndir ársins
Listin er sóttur á vef Boxofficemojo . com og miðast við heildaraðsókn á heimsvísu 23 . desember . Tölurnar eru í þúsundum dollara .
1 . 2 . 3 . 4 . 5 . 6 . 7 . 8 . 9 . 10 .
Captain America : Civil War Leitin að Dóru Zootropolis Skógarlíf Leynilíf gæludýra Batman v Superman : Dawn of Justice Deadpool Suicide Squad Fantastic Beasts and Where To Find Them Doctor Strange
10 bestu bíómyndir ársins
Zootropolis Hell or High Water Arrival Moonlight La La Land Love & Friendship Leitin að Dóru Hunt for the Wilderpeople Kubo and the Two Strings Manchester by the Sea
$ 1.153,3 $ 1.027,6 $ 1.023,8 $ 966,6 $ 875,3 $ 873,3 $ 783,1 $ 745,6 $ 720,8 $ 654,0
Miðað er við samanlagðar einkunnir yfir 154 gagnrýnenda á vefnum RottenTomatoes . com . Listinn er tekinn saman 23 . desember .
La La Land eftir Damien Chazelle er á lista flestra gagnrýnenda yfir bestu myndir ársins . Hann er hér ásamt aðalleikurunum , Emmu Stone og Ryan Gosling á forsýningunni í Los Angeles .
En að sjálfsögðu geta aðrar myndir sett strik í reikninginn og ef miðað er við hversu oft þær birtast á hinum ýmsu topp tíu listum þá eru það myndirnar Arrival , Hell or High Water og Jackie sem munu gera það . Aðrar myndir eru dreifðari og sjáldséðari , en það er þó aldrei að vita nema myndir eins og Hackshaw Ridge eftir Mel Gibson , nýjasta mynd Martins Scorsese , Silence , Jeff Nichols-myndin Loving , Denzel Washington-myndin Fences og fleiri eigi eftir að koma á óvart , a . m . k . í einhverjum flokkum af þeim fjölmörgu sem bíómyndir eru tilnefndar fyrir .
Svo má ekki gleyma að þegar þessir listar eru teknir saman 23 . desember eru enn nokkrar myndir ósýndar sem lofa góðu . Dæmi um þær eru Live By Night eftir Ben Affleck og Gold eftir Stephen Gaghan með Matthew McConaughey í aðalhlutverki .
Þess ber að geta að við vinnslu þessara lista sem birtast hér og á næstu síðu var myndum sem eru á öðrum tungumálum en ensku og heimildarmyndum sleppt , en við gerum þeim myndum sérstök skil í næsta blaði , febrúarblaðinu .
1 . 2 . 3 . 4 . 5 . 6 . 7 . 8 . 9 . 10 .
10 bestu bíómyndir ársins
Miðað er við samanlagðar einkunnir yfir 40 gagnrýnenda á vefnum metacritic . com . Listinn er tekinn saman 23 . desember .
1 . 2 . 3 . -4 . 5 . 6 . 7 . -9 . 10 . -13 .
14 . -17
Moonlight La La Land Manchester by the Sea Arrival Hell or High Water Jackie Little Men Silence The Witch Love & Friendship
17 bestu bíómyndir ársins
Miðað ervið meðaleinkunn ( tölur í sviga ) yfir 7.000 almennra notenda á vefnum imdb . com . Listinn er tekinn saman 23 . desember .
La La Land ( 8,9 ) Moonlight ( 8,7 ) Hacksaw Ridge og Manchester by the Sea ( 8,5 ) Arrival ( 8,3 ) Rogue One ( 8,2 ) Vaiana , Zootropolis og Deadpool ( 8,1 ) Captain Fantastic , Captain America : Civil War , Sing Street og Kubo and the Two Strings ( 8,0 ) The Edge of Seventeen , Hunt for the Wilderpeople , Doctor Strange og Nocturnal Animals ( 7,9 )
6 Myndir mánaðarins