Myndir mánaðarins Janúar 2017 tbl. 276 Bíóhluti | Page 26

Live by Night Glæpadrama
Live by Night
Geta glæpir borgað sig ?
Bannárin í Bandaríkjunum sköpuðu grundvöll fyrir arðbært svartamarkaðsbrask með áfengi sem um leið var vatn á myllur skipulagðra glæpasamtaka og margra einstaklinga sem langaði að efnast fljótt og mikið . Joe Coughlin var einn þeirra .
Þann 13 . janúar er loksins komið að frumsýningu nýjustu myndar Bens Affleck , Live By Night , og er búist við góðu enda hefur Ben áður sent frá sér sem leikstjóri þrjár afburðamyndir , Gone Baby Gone , The Town og Argo , en sú síðastnefnda var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna árið 2013 og hlaut þrenn , þ . á m . sem besta mynd ársins . Hvort Ben endurtaki þann leik með Live By Night skal ósagt látið , en orðrómurinn segir að myndin hafi a . m . k . allt til að bera sem til þess þarf .

Live by Night Glæpadrama

Aðalhlutverk : Ben Affleck , Scott Eastwood , Zoe Saldana , Sienna Miller , Chris Messina , Elle Fanning , Brendan Gleeson , Anthony Michael Hall og Chris Cooper Leikstjórn : Ben Affleck Bíó : Sambíóin Álfabakka , Egilshöll , Kringlunni , Akureyri og Keflavík , Selfossbíó , Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi
128 mín
Frumsýnd 13 . janúar
Ben Affleck bæði leikstýrir myndinni , skrifar handritið og leikur lögreglustjórasoninn Joe Coughlin sem ákvað að gerast glæpamaður .
Punktar .................................................... l Live By Night er gerð eftir einni af skáldsögum Dennis Lehane sem skrifaði Mystic River , Shutter Island , The Drop og Gone Baby Gone , en eftir þeirri síðastnefndu gerði Ben Affleck einmitt sína fyrstu mynd sem leikstjóri árið 2007 .
l Aðalframleiðendur myndarinnar eru Ben Affleck og Leonardo DiCaprio , en upphaflega stóð til að Leonardo myndi leika aðalhlutverkið .
l Myndin hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en er samt sterklega talin einn helsti kandídatinn til Óskarsverðlaunanna sem að þessu sinni verða veitt sunnudaginn 26 . febrúar .
Sviðssetning myndarinnar þykir algjörlega óaðfinnanleg .
Veistu svarið ? Live By Night gerist á bannárunum í Bandaríkjunum sem hófust árið 1920 þegar bruggun og sala áfengis til annars en trúarlegra nota varð ólögleg í landinu samkvæmt átjándu grein stjórnarskrárinnar . Hvenær var bannið síðan fellt úr gildi ?
Eftir að hafa unnið fyrir glæpaforingja í Boston heldur Joe til Flórída þar sem hann byggir upp ólögleg en ævintýralega arðbær viðskipti .
26 Myndir mánaðarins
5 . desember 1933 .