Myndir mánaðarins Janúar 2017 tbl. 276 Bíóhluti | Page 22

The Great Wall Ævintýri
The Great Wall
Múrinn var ekki byggður til skrauts
Nýjasta mynd kínverska meistaraleikstjórans Zhangs Yimou er vísindaskáldsaga og skrímslamynd með frábærum tækniog kvikmyndabrellum , bardagaatriðum og hasar , en inniheldur einnig rómantík og sögulegar staðreyndir um eina merkilegustu og stærstu byggingu veraldar , Kínamúrinn .
Stórmyndin The Great Wall var frá upphafi hugsuð sem hrein og tær skemmtun fyrir þá fjölmörgu sem kunna að meta viðamikil og viðburðarík ævintýri og má segja að ekkert hafi verið til sparað til að gera hana sem allra best úr garði . Myndin er langdýrasta mynd sem gerð hefur verið í Kína enda sést það vel , þó ekki sé nema á stórkostlegri sviðsetningunni , sem er nákvæm eftirmynd af Kínamúrnum og innviðum hans fyrr á öldum , og búningum , en þeir eru líka nákvæm eftirlíking af kínverskum klæðnaði ( og herklæðnaði ) eins og hann var í Kína fyrir um það bil þúsund árum . Þess má geta að Ísland er á meðal fyrstu landa til að sýna myndina , en hún verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr en 17 . febrúar .

The Great Wall Ævintýri

Aðalhlutverk : Matt Damon , Pedro Pascal , Willem Dafoe , Tian Jing , Andy Lau , Kenny Lin og Numan Acar Leikstjórn : Zhang Yimou Bíó : Laugarásbíó , Smárabíó , Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
104 mín
Frumsýnd 6 . janúar
Matt Damon leikur hinn bogfima William Garin sem ákveður að berjast með heimamönnum gegn versta óvini sem hann hefur séð .
Punktar .................................................... l Kínverska leikkonan Jing Tian leikur stærsta kvenhlutverkið í The Great Wall en hún nýtur mikilla vinsælda í heimalandinu og mun á næstunni sjást í fleiri vestrænum myndum eins og King Kongmyndinni Skull Island sem kemur í bíó í mars næstkomandi og í framhaldinu af Pacific Rim , Uprising , sem er væntanleg 2018 .
l Skrímslin sem barist er við í The Great Wall eru sótt í fornar kínverskar þjóðsögur , en þau nefnast á frummálinu Taotie , sem merkir „ græðgis-skepna “ og er af mörgum sagnfræðingum talin hafa verið ein af hinum fjórum illu verum veraldar í fornum trúarbrögðum .
Pedro Pacal leikur Pero Tovar , nánasta vin Williams Garin .
Veistu svarið ? Zhang Yimou á að baki margar frábærar myndir , s . s . House of Flying Daggers , Hero , The Road Home , To Live , Shanghai Triad , The Story of Qiu Ju og meistaraverkið Da hong deng long gao gao gua frá árinu 1991 . Hvað heitir sú fræga mynd á ensku ?
Kenny Lin mundar bogann í ævintýramyndinni The Great Wall , viðamestu mynd sem framleiðendur í Hollywood hafa gert í Kína .
22 Myndir mánaðarins
Raise the Red Lantern .