Monster Trucks Ævintýri
Monster Trucks
Sum skrímsli eru engin skrímsli
Tripp er ungur bílaáhugamaður sem er að smíða sér sinn eigin keppnisbíl þegar óvæntan gest ber að garði , skrímslið Creech .
Monster Trucks er létt og fyndin gamanmynd en um leið spennandi saga um bílaáhugapiltinn Tripp sem um nokkurt skeið hefur látið sig dreyma um að komast frá smábænum sem hann ólst upp í og út í heim að freista gæfunnar . Til að gera drauminn að veruleika þarf hann á keppnisbíl að halda en þar sem peningarnir eru af skornum skammti leggur hann út í að smíða bílinn sjálfur .
Þegar slys verður í olíuborholu í grennd við bæinn leiðir það til þess að einhverju ókennilegu dýri úr iðrum jarðar skýtur upp á yfirborðið . Áður en hægt er að handsama það leggur það á flótta og felur sig síðan beint fyrir utan þar sem Tripp er að smíða bílinn .
Þannig vill það til að Tripp og skrímslið , sem heitir reyndar Creech , hittast í fyrsta sinn og þegar í ljós kemur að Creech er áhugadýr um kraftmikla bíla tekur atburðarásin enn skemmtilegri stefnu ...
Monster Trucks Ævintýri
Aðalhlutverk : Lucas Till , Jane Levy , Amy Ryan , Rob Lowe , Danny Glover , Barry Pepper og Holt McCallany Leikstjórn : Chris Wedge Bíó : Sambíóin Álfabakka , Egilshöll , Kringlunni , Akureyri og Keflavík , Selfossbíó , Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi
104 mín
Frumsýnd 6 . janúar
Tripp ( Lucas Till ) hefur lengi langað til að komast frá smábæjarlífinu og fær nú heldur betur tækifæri til að láta alla drauma sína rætast .
Punktar .................................................... l Leikstjóri Monster Trucks er Chris Wedge sem gerði sína fyrstu mynd , teiknimyndina Ice Age , eða Ísöld eins og hún hét á íslensku , árið 2002 , en hún varð einn óvæntasti smellur þess árs og gat af sér nokkrar framhaldsmyndir eins og allir vita . Chris gerði síðan teiknimyndirnar Robots ( 2005 ) og Epic ( 2013 ) og er Monster Trucks því fyrsta myndin sem hann gerir með leiknum persónum .
l Handrit myndarinnar er eftir Derek Connolly sem sló í gegn með sínu fyrsta handriti , Safety Not Guaranteed , skrifaði síðan Jurassic Park og er um þessar mundir að vinna að næstu Jurassic Park-mynd og níunda kafla Star Wars-sögunnar sem frumsýna á eftir þrjú ár .
Með Creech í bílnum verða Tripp allar vegleysur færar .
Veistu svarið ? Sá sem fer með aðalhlutverkið í Monster Trucks , Lucas Till , er 26 ára gamall og hefur leikið í fjölda mynda frá 13 ára aldri , þ . á m . í þremur X-Men-myndum , First Class , Days of Future Past og Apocalypse . Hvern lék hann í þeim ?
Þeim Tripp og Creech verður fljótt vel til vina enda hafa þeir ekki bara mikinn áhuga á bílum heldur er húmorinn svipaður !
20 Myndir mánaðarins
Alex Summers / Havok .