Myndir mánaðarins Janúar 2017 tbl. 276 Bíóhluti | Page 14

Bíófréttir – Væntanlegt

Flottar áramótamyndir í bíó

Tíminn á milli jóla og nýárs er oftar en ekki rólegur hjá flestum og því er alveg tilvalið að skella sér í bíó að sjá einhverja góða mynd , en af þeim er mikið og fjölbreytt framboð auk þess sem fimm myndir eru frumsýndar í þessari síðustu viku ársins .
Þessar fimm myndir eru gamanmyndin Why Him ?, geimvísindaog ástarsagan Passengers og fjölskyldumyndin Syngdu sem voru frumsýndar 26 . desember og Assasin ´ s Creed og Collateral Beauty sem verða frumsýndar föstudaginn 30 . desember , rétt eftir að þetta blað kemur á dreifingarstaði .
Þess utan verður sýningum auðvitað haldið áfram á öðrum myndum desembermánaðar og ber þar auðvitað hæst vinsælustu mynd í heimi þessa dagana , Star Wars-söguna Rogue One .
Af öðrum álitlegum myndum sem kvikmyndahúsin bjóða upp á yfir áramótin má nefna njósnamyndina Allied , jólasprellið Office Christmas Party , fjölskyldumyndirnar Tröll og Vaiana , hina sannsögulegu Lion , spennumyndina The Accountant , svarta grínið Bad Santa 2 , stríðsmyndina Hacksaw Ridge og fleiri , en allar myndir kvikmyndahúsanna svo og sýningartíma er að finna á vefsíðunni kvikmyndir . is og á vefsíðum bíóhúsanna sjálfra .
Við viljum svo benda lesendum á að kvikmyndahúsin verða opin á nýársdag , 1 . janúar . Sjáumst í bíó !

Stund milli stríða

Árið 2016 var sérstaklega annasamt hjá Vin Diesel og í mörg horn að líta fyrir kappann því fyrir utan að leika í fimm myndum framleiddi hann tvær þeirra og hóf undirbúning að fjórum öðrum . Hann var því vel að því kominn að slaka á yfir jólin með fjölskyldu sinni og birti þessa mynd af sér og yngstu dóttur sinni , Pauline , þar sem þau busluðu í sjónum 23 . desember á einni af ströndunum við Los Angeles . Pauline , sem er fædd í mars 2015 , er þriðja barn Vins og sambýliskonu hans , Palomu Jiménez , en fyrir eiga þau aðra dóttur , Haniu Riley sem er fædd 2008 , og soninn Vincent Sinclair sem er fæddur 2010 .
Um leið og Vin hafði lokið við að leika í nýjustu mynd Angs Lee , Billy Lynn ' s Long Halftime Walk í byrjun árs 2016 , var hann kominn á fullt við framleiðslu og leik í nýju xXx-myndinni , Return of Zander Cage , og áttundu Fast and Furious-myndinni sem verða báðar frumsýndar á næstunni , sú fyrri reyndar núna strax í janúar og Fast and Furious 8 um miðjan apríl , en hún var að stóru leyti tekin upp á Íslandi . Þess utan talaði Vin fyrir trjámennið Groot í tveimur myndum , þ . e . í næstu Guardians of the Galaxy-mynd sem verður líka frumsýnd í apríl og í þriðju Avengers-myndinni , Infinity War , en hún kemur í bíó í apríl 2018 .
Og eins og þetta hafi ekki verið nóg hóf Vin einnig framleiðslu á níundu Fast and Furious-myndinni á árinu 2016 svo og framleiðslu á sjónvarpsþáttum sem heita Merc City , en þeir gerast í veröld Richards B . Riddick sem Vin hefur , eins og kvikmyndaáhugafólk veit , leikið í þremur myndum , Pitch Black , The Chronicles of Riddick og Riddick .
Í janúar , eftir jólafríið , fer Vin væntanlega á fullt í að kynna xXx : Return of Zander Cage um allan heim og síðan í eftirvinnslu Fast and Furious 8-myndarinnar og kynningar á henni ásamt kynningum á Guardians of the Galaxy 2 . Eftir það tekur við undirbúningur tíundu Fast and Furious-myndarinnar auk framleiðslu á nýrri mynd um ævintýri Riddicks . Sú mynd heitir Furia og segir frá því þegar Riddick finnur loksins heimaplánetu sína þar sem hans bíða óvæntar og stórhættulegar uppgötvanir . Síðast en ekki síst ætlar Vin að framleiða mynd sem heitir The Machine og er vísindaskáldsaga eftir Robert Ben Garant um vélmenni sem snýst gegn sköpurum sínum . Það verður því áfram nóg að gera hjá Vin Diesel og víð bíðum spennt eftir afrakstrinum !
14 Myndir mánaðarins