Myndir mánaðarins Janúar 2017 tbl. 276 Bíóhluti | Page 10

Nú árið er liðið ...
Stjörnur ársins : Hér gefur að líta þá átján leikara sem kvikmyndaáhugafólk fletti oftast upp á stærsta kvikmyndavefnum , Imdb . com , á árinu 2016 en við látum lesendum eftir að velta því fyrir sér hvað það var í hverju tilfelli fyrir sig sem vakti mesta athygli á viðkomandi .
Felicity Jones
Jyn Erso

Jóla- og áramótastjarna ársins

Breska leikkonan Felicity Jones er jóla- og áramótastjarna ársins 2016 , en það þýðir að hún var númer eitt í uppflettingum á netinu í síðustu viku ársins sem er að líða ( listinn hér til hliðar er á ársgrundvelli ). Engin spurning er að þetta tengist vinsældum nýju Star Wars-myndarinnar , Rogue One , þar sem Felicity leikur aðalhlutverkið , hetjuna Jyn Erso . Myndin sjálf , sem fengið hefur góða dóma og tengir á afar skemmtilegan hátt við fjórða kafla Star Wars-sögunnar ( fyrstu myndina , A New Hope ), trónir nú sjálf á toppi aðsóknarlistanna um allan heim og á áreiðanlega ekki eftir að gefa það sæti eftir fyrr en í janúar .
1 . Margot Robbie 2 . Emilia Clarke 3 . Millie Bobby Brown
4 . Tom Hardy 5 . Morena Baccarin 6 . Gal Gadot
7 . Alicia Vikander 8 . Daisy Ridley 9 . Haley Bennett

Gal Gadot Nýstirni ársins

Tom Holland
Það voru nokkrir sem til greina komu að þessu sinni sem nýstirni ársins en við ákváðum að velja þessi tvö , ekki síst vegna þess hve fyrirsjáanlegt það er að þau verða bæði mjög áberandi í kvikmyndahúsum næstu þrjú árin , hún sem Diana Prince / Wonder Woman og hann sem Peter Parker / Spider-Man .
Gal Gadot er ísraelsk og enginn nýgræðingur í kvikmyndum , en hún hefur t . d . leikið Gisele í síðustu fjórum Fast and Furiousmyndum og í myndunum Triple 9 , Criminal og Keeping Up with the Joneses . Hins vegar hefur hlutverk Diönu Prince / Wonder Women vakið athygli á henni umfram aðrar myndir og mun hún leika hana í a . m . k . þremur myndum á næstu þremur árum .
Tom Holland er Breti og eins og Gal engin nýgræðingur í leiklistinni . Hann vakti fyrst alþjóðaathygli sem Lucas í myndinni The Impossible og hefur síðan leikið í myndum eins og How I Live Now , Edge of Winter , The Lost City of Z og In the Heart of the Sea . Og eins og Gal Gadot mun Tom leika köngulóarmanninn Peter Parker í a . m . k . þremur myndum á næstu þremur árum .
10 . Leonardo DiCaprio 11 . Felicity Jones 12 . Chloë Grace Moretz
13 . Alexandra Daddario 14 . Tom Holland 15 . Amber Heard
10 Myndir mánaðarins
16 . Jennifer Lawrence 17 . Sebastian Stan 18 . Sophie Turner