Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 8

Gullkorn

Verðlaun gera mann ekki að betri leikara . Þau hjálpa manni kannski til að fá fleiri hlutverk en þau auka ekki getuna . - Viggo Mortensen .
Þegar ég var lítil heillaðist ég gersamlega af Lísu og Undralandinu og óskaði mér þess að ég væri hún . Síðan hefur mér hálft í hvoru fundist ég vera hún , bara í öðru eða annars konar Undralandi . - Evan Rachel Wood .
Um leið og einhver segir við mig eitthvað eins og „ Guð hvað þú varst góð í ...“ eða „ Ég elskaði þig í ...“ þá er ég farin . Ég þoli ekki svona hæp . - Gemma Arterton .
Mig hefur stundum langað til að fara þangað þar sem enginn getur fundið mig . Ég bara veit ekki hvar sá staður er . - Mel Gibson .
Ein helsta ástæðan fyrir því að ég valdi leikhús umfram kvikmyndir er að mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt og líflaust að búa í hjólhýsum . - Frank Langella .
Hann er afar tilfinningadrifinn . Blóðið í honum ólgar og hann er eins og einn stór taugaendi , iður og vöðvar . Krafturinn er rosalegur . En á sama tíma er hann yfirburðagáfaður . - Andrew Garfield , að lýsa Mel Gibson .
Maður getur haft hæfileika og gott handrit og góða meðleikendur en lykillinn að þeim töfrum sem gera útslagið er hversu góður leikstjórinn er . - Felicity Jones , um gæðaleik .
Ég held að það sé ekkert til sem getur kallast fullkomið . Fullkomnun verður aldrei náð því það er alveg sama hversu vel eitthvað er gert eða hversu vel maður gerir það þá er alltaf hægt að gera betur . Ég held að fólk með fullkomnunaráráttu sé bara að eyðileggja líf sitt . - Elle Fanning .
Því hærra sem maður klifrar því fáránlegra verður að vera með hatt . - Charlie Day , að gefa nemendum Merrimack-menntaskólans góð ráð í útskriftarræðu .
Ég taldi David Bowie vera skáld í beinu sambandi við Guð . Yrkisefni hans höfðuðu beint til mín og þegar ég var 14 ára fannst mér hann vera minn besti vinur . - Rachel Weisz .
Það besta sem fólk getur gert fyrir sjálft sig og líf sitt er að sjá alltaf kómísku hliðarnar á öllu , grínast með sem allra flest og brosa og hlæja allan tímann . Það verkar a . m . k . fyrir mig . - Omar Sy .
Mér finnst miklu betra að vera í strákafötum en stelpufötum . Skyrta , buxur og jakki er það sem ég vil vera í og mér líður satt að segja ekki vel í kjólum . - Bella Heathcote .
Ég er ekki meðmælt fóstureyðingum en mér finnst að konur eigi að ráða sjálfar yfir eigin líkama og alveg fáránlegt að einhverjir hvítir karlar séu að setja lög sem banna þeim það . - Ellen Page .
Ég hélt alltaf að ég væri sterkur karl en svo eignaðist ég dóttur og komst að því að ég var bara pínulítill og skíthræddur karl . - Michael Shannon .
Þetta er næstum því heimskulegt , ég veit það , en eftir Wolf of Wall Street var ég hrædd við framtíðina . Ég óttaðist að fólk myndi ætlast til of mikils af mér og að ég stæði ekki undir því . - Margot Robbie .
Hljóðupptökuver eru eins og sjúkrahús . Sumir sem tékka sig inn tékka sig aldrei út aftur . - Iggy Pop .
8 Myndir mánaðarins