Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 30

The Space Between Us Vísindaskáldsaga / Ævintýri
The Space Between Us
Þegar lífið er lagt undir
Hinn sextán ára gamli Gardner Elliot er fyrsta manneskjan sem fæðist á annarri plánetu en Jörðinni en móðir hans vissi ekki að hún væri ólétt af honum fyrr en hún var lögð af stað til Mars þar sem hún lést af barnsförunum . Nú vill Gardner koma til Jarðar en vandamálið er að líffæri hans munu ekki þola hið mikla þyngdarafl Jarðar sem mun draga hann fljótt til dauða .
The Space Between Us er ævintýramynd og vísindaskáldsaga með rómantísku ívafi . Asa Butterfield leikur hér hinn sextán ára gamla Gardner sem þekkir ekkert annað líf en í geimstöð á Mars . Þegar hann kynnist með fjarskiptum stúlku á svipuðu reki sem býr á Jörðu óskar hann eftir því að fá að fara þangað sjálfur . Vandamálið er að það er fyrirséð að líffæri hans munu ekki þola til lengdar þá þyngdaraflsaukningu sem Jarðarferðinni fylgir og því eru þeir sem ráða tregir til að leyfa Gardner að fara , enda eru þeir þá um leið að senda hann út í opinn dauðann . En Gardner hefur sitt fram og vegna þess að dauðinn vofir yfir einsetur hann sér að njóta lífsins á Jörðu eins vel og mikið og hægt er , á meðan enn er tími til þess ...

The Space Between Us Vísindaskáldsaga / Ævintýri

Aðalhlutverk : Asa Butterfield , Britt Robertson , Gary Oldman , Janet Montgomery , Carla Gugino og BD Wong Leikstjórn : Peter Chelsom Bíó : Smárabíó , Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
121 mín
Frumsýnd 24 . febrúar
Lífið í geimstöðinni á Mars er ekki eins og hjá öðrum og einn besti vinur Gardners er vélmennið Centaur sem getur frætt hann um flest .
Punktar ....................................................
l Leikstjóri myndarinnar er Bretinn Peter Chelsom sem sendi síðast frá sér hina þrælgóðu mynd Hector and the Search for Happiness , en á þess utan að baki verðlaunamyndir eins og Hear My Song , Funny Bones og The Mighty . Þess má geta að hann talar sjálfur fyrir eina „ persónu “ myndarinnar , vélmennið Centaur .
l Handrit myndarinnar er eftir David Loeb sem skrifaði m . a . handrit gamanmyndanna The Switch , Rock of Ages og Here Comes the Boom .
Gary Oldman leikur vísindamanninn Nathaniel Shepherd sem uppgötvar að líffæri Gardners munu ekki þola þyngdarafl Jarðar .
Veistu svarið ? Asa Butterfield sló í gegn aðeins tíu ára að aldri og hefur síðan verið einn eftirsóttasti ungi leikarinn . The Space Between Us er önnur myndin sem hann leikur aðalhlutverkið í á stuttum tíma , en hin var frumsýnd í september sl . Hvaða mynd var það ?
Á Jörðu niðri vill Gardner helst prófa allt sem hægt er áður en tíma hans lýkur og fær til þess dygga aðstoð vinkonu sinnar , Tulsu .
30 Myndir mánaðarins
Miss Peregrine ' s Home for Peculiar Children .