Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 28

Fist Fight
Fist Fight
Aðeins einn mun eftir standa
Eftir að Andy Campbell verður það á að láta reka samkennara sinn Ron Strickland úr starfi skorar Ron hann á hólm í hnefabardaga á skólalóðinni eftir skóla , fyrir framan nemendur , samstarfsfólk og aðra þá sem hafa áhuga á að sjá mann laminn í spað því Andy kann nákvæmlega ekkert að berjast .
Fist Fight er lauflétt gamanmynd og um leið fyrsta bíómynd leikstjórans Richie Keen sem er þó enginn nýgræðingur í bransanum heldur hefur einbeitt sér að gerð gamanefnis fyrir sjónvarp um árabil . Það eru þeir Charlie Day og Ice Cube sem leika andstæðingana Andy og Ron og þar sem Andy hefur aldrei nokkurn tíma á ævinni barist við neinn er ljóst að Ron á eftir að lemja hann í köku mæti hann til leiks á skólalóðinni . Vandamálið er að Andy getur heldur ekki skorast undan því þá verður hann að athlægi allra nemenda svo og annarra bæjarbúa sem fylgjast spenntir með ...

Fist Fight

Gamanmynd
Aðalhlutverk : Charlie Day , Ice Cube , Christina Hendricks , Dennis Haysbert , Tracy Morgan , Dean Norris og JoAnna Garcia Swisher Leikstjórn : Richie Keen Bíó : Sambíóin Álfabakka , Egilshöll , Kringlunni , Akureyri , Keflavík , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi og Selfossbíó
91 mín
Frumsýnd 24 . febrúar
Andy Campbell verður valdur að því að Ron Strickland er rekinn úr starfi með þeim afleiðingum að Ron ákveður að lemja hann eftir skóla .
Punktar .................................................... l Fist Fight er lauslega byggð á myndinni Three O ' Clock High , en hún þótti ein af skemmtilegustu myndum ársins 1987 og er í dag búin að ná „ cult “ - status í kvikmyndaheiminum , enda stendur hún enn vel fyrir sínu og gott betur .
l Þetta er fyrsta myndin sem grínistinn Tracy Morgan leikur í eftir að hann slasaðist alvarlega í bílslysi í júní 2014 þar sem vinnufélagi hans og góður vinur , James „ Jimmy Mack “ McNair , lét lífið og þrír aðrir slösuðust illa . Í ljós kom að vörubílstjórinn sem olli slysinu hafði dottað við stýrið eftir að hafa ekið samfleytt í 23 tíma og var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi .
Það leikur enginn vafi á hvor þeirra kappa á eftir að vinna bardagann en spurningin er hvort Andy sé með einhverja ása uppi í erminni .
Veistu svarið ? Charlie Day er stórskemmtilegur leikari sem sló fyrst í gegn í bandarísku sjónvarpsþáttunum It ' s Always Sunny in Philadelphia árið 2005 en þeir þættir ganga reyndar enn vel . En fyrir leik í hvaða bíómynd árið 2011 varð hann heimsfrægur ?
Andy reynir að fá góð ráð hjá samkennurum sínum en besta ráðið sem þeir geta gefið honum er að taka einn á lúðurinn og láta sig falla .
28 Myndir mánaðarins
Horrible Bosses .