Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 20

Gold Sannsöguleg
Gold
Sumt er of gott til að vera satt
Sagan af Kenny Wells , misheppnuðum viðskiptamanni sem í leit að fljótfengnum auði fór ásamt jarðfræðingnum Michael Acosta til Indónesíu í gullleit . Eftir mikla erfiðleika og mótvind fundu þeir æð sem var á þeim tíma talin einn mesti gullfundur aldarinnar . En þá er sagan svo sannarlega ekki öll sögð ...
Sagan í Gold er byggð á sönnum atburðum sem tengjast svonefndu Bre-X-máli , en það skók fjármálaheiminn hressilega á árunum 1995 til 1997 og snerist um einn mesta gullfund 20 . aldarinnar . Við segjum ekki meira um hvað þetta mál snerist til að skemma ekki fléttuna í myndinni fyrir áhorfendum , en hún er nokkurs konar dramatísering á því sem þarna gerðist í raun og um leið hin besta bíóskemmtun ...
Matthew McConaughey þykir sýna snilldarleik í hlutverki Kennys Wells sem fer ásamt jarðfræðingnum Michael Acosta í gullleit til Indónesíu .

Gold Sannsöguleg

Aðalhlutverk : Matthew McConaughey , Edgar Ramírez , Bryce Dallas Howard , Corey Stoll , Bill Camp , Toby Kebbell og Craig T . Nelson Leikstjórn : Stephen Gaghan Bíó : Laugarásbíó , Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
120 mín
Frumsýnd 17 . febrúar
Punktar .................................................... l Matthew McConaughey rakaði á sér höfuðið , setti upp í sig falskar tennur og þyngdi sig um 23 kíló fyrir gerð myndarinnar , að eigin sögn með því að borða heilan helling af ostborgurum með mjólkurhristingi og drekka fullt af bjór þess á milli . Hann sagði sjálfur í viðtali að hlutverk Kennys Wells væri það alskemmtilegasta sem hann hefði tekist á við til þessa .
l Gold er fyrsta mynd leikstjórans og Óskarsverðlaunahafans Stephens Gaghan í ellefu ár eða allt frá því hann sendi frá sér myndina Syriana sem færði honum tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir handritið og George Clooney Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki . Stephen skrifaði einnig handritið að meistaraverkinu Traffic árið 2000 og fyrir það hlaut hann bæði Óskarsverðlaunin , Golden Globe- og BAFTAverðlaunin . Þá má geta þess að hann hlaut einnig Emmyverðlaunin árið 1997 fyrir handrit sín að lögregluþáttunum NYPD Blue .
l Gold er öll tekin upp þar sem hún gerist , þ . e . a . s . í Bandaríkjunum , Bangkok í Tælandi og í Indónesíu .
Eftir gullfundinn verða þeir Kenny og Michael skyndilega milljarðamæringar . Það er Bryce Dallas Howard sem leikur eiginkonu Kennys .
Veistu svarið ? Ferill Matthews McConaughey í bíómyndum spannar nú 24 ár en segja má að hann hafi verið uppgötvaður af leikstjóranum Richard Linklater sem réð hann í hans fyrsta kvikmyndahlutverk í sinni eigin mynd árið 1993 . Í hvaða mynd ?
Jarðfræðingurinn Michael Acosta er leikinn af Edgar Ramírez .
20 Myndir mánaðarins
Dazed and Confused .