Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 18

John Wick : Chapter 2 Hasarmynd
John Wick : Chapter 2
Þetta er ekki hefnd heldur réttlæti
Leigumorðinginn John Wick sem var neyddur aftur í slaginn í fyrstu myndinni um hann þarf nú í framhaldinu að sinna beiðni gamals félaga og takast á við stórhættulega morðingja alþjóðlegs glæpa- og njósnagengis sem hreiðrað hefur um sig í Róm .
Bíómyndin John Wick sem var frumsýnd í apríl 2014 kom unnendum hasarmynda verulega á óvart enda þrælgóð og vel gerð í alla staði auk þess sem Keanu Reeves tókst að gera persónu Johns afar eftirminnilega . Í kjölfar velgengni myndarinnar var ljóst að framhald yrði gert og þann 10 . febrúar er loksins komið að því að endurnýja kynnin af þessum öfluga bardaga- og byssumanni sem er án vafa einn sá allra svalasti sem sést hefur í bíómyndum síðari ára ...
John Wick er einhver mesti nagli sem komið hefur fram í kvikmyndum enda eiga andstæðingarnir ekki roð í hann þótt hann tefli oft tæpt .

John Wick : Chapter 2 Hasarmynd

105 mín
Aðalhlutverk : Keanu Reeves , Common , Bridget Moynahan , Laurence Fishburne , Peter Stormare , John Leguizamo , Riccardo Scamarcio , Ian McShane og Ruby Rose Leikstjórn : Chad Stahelski Bíó : Laugarásbíó , Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 10 . febrúar
Punktar .................................................... l Leikstjóri myndarinnar er sá sami og síðast , Chad Stahelski , og það sama gildir um sögu- og handritshöfundinn Derek Kolstad .
l Þeir Chad Stahelski og Keanu Reeves hafa verið vinir og samstarfsmenn um árabil , en Chad hefur í gegnum árin verið einn eftirsóttasti skipuleggjandi áhættuatriða í Hollywood og um leið þjálfari Keanus í þeim efnum allt frá því að þeir hittust fyrst við gerð Matrix-myndanna . John Wick var hins vegar fyrsta myndin sem Chad leikstýrði sjálfur og er þessi mynd þá númer tvö . Þess má geta að samkvæmt orðróminum stendur til að gera þriðju John Wick-myndina , en það er ekki staðfest .
l Keanu Reeves fór bæði í stranga bardaga- og skotvopnaþjálfun fyrir gerð myndarinnar og æfði m . a . byssuleiknina með alvöru kúlum á sérútbúnu skotsvæði , en hugmyndin var að ekki þyrfti að klippa saman byssu- og bardagaatriði myndarinnar . Þeir sem hafa áhuga geta farið á You Tube og skoðað æfingarnar sem Keanu fór í gegnum , en þar sést vel hversu góður hann er í raun með byssurnar og fljótur .
Laurence Fishburne leikur glæpakónginn The Bowery King en hann og Keanu Reeves léku síðast saman í The Matrix Revolutions árið 2003 .
Veistu svarið ? Keanu Reeves á 32 ára kvikmyndaferil að baki um þessar mundir og hefur leikið alls konar hlutverk í gegnum árin . Í hvaða margföldu verðlaunamynd eftir Stephen Frears árið 1988 lék hann t . d . elskhuga persónunnar sem Glenn Close lék ?
Eins og sjá má í stiklum myndarinnar er hún uppfull af alls konar hasar- og áhættuatriðum enda er leikstjórinn meistari á því sviði .
18 Myndir mánaðarins
Dangerous Liaisons .