Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 8

Gullkorn

Ég held ég geti alveg fullyrt að ég hafi alltaf verið stillt og prúð sem unglingur . Það var ekki til uppreisn í mér enda fékk ég alltaf að gera það sem ég vildi gera og var því alltaf ánægð með allt .
- Brie Larson , um unglingsárin .
Ég vil helst vera heima . Sem allra mest . Það er engin traffík þar .
- Kumail Nanjiani , sem segist vita fátt leiðinlegra en að vera fastur í umferðarhnút .
Mér leiðast fréttir af kvikmyndum og leikurum sem snúast um peninga , svona fréttir eins og hvað þær kostuðu og hvað leikararnir fengu borgað . Ég hef engan áhuga á þessu þegar ég horfi á kvikmynd . Ég hef áhuga á sögunni .
- Holly Hunter .
Það er enginn eins og Johnny og það eru algjör forréttindi að vinna með honum , sjá hvernig hann nálgast hlutina og læra af honum .
- Orlando Bloom , að tala um Johnny Depp .
Ég hlusta bara á einn gagnrýnanda , mömmu .
- Naomi Watts .
Já , en mér hafa bara aldrei verið boðin nein hlutverk . Öll hlutverk sem ég hef fengið hafa komið eftir margar áheyrnarprufur , oftast af lengri gerðinni , og mikla baráttu . Og ég hef tapað hundrað sinnum oftar en ég hef unnið .
- Dylan O ’ Brien , spurður hvernig það sé að vera kominn á stall með þeim sem geta valið úr tilboðum .
Ég hef tvisvar leikstýrt , en geri það ekki aftur . Það var allt of orkufrekt .
- Brian Cox .
Mér finnst það áberandi að leikarar sem veljast helst til að leika vonda fólkið eru oftast besta fólkið í raunveruleikanum – og öfugt .
- Jonathan Rhys Meyers .
Leikarastarfið er hvítflibbastarf . Maður mætir í það í jakkafötum .
- Bill Nighy , sem hefur tvisvar hlotið titilinn best klæddi Bretinn .
Ég trúi því að því minna sem fólk veit um mann því auðveldara sé að fá það til að trúa að persónan sem maður er að leika sé raunveruleg .
- Cillian Murphy , sem svarar engum spurningum um einkalíf sitt .
Ég er hræddur við margt . Ég er til dæmis alltaf hræddur þegar ég er að leika ... óttast alltaf að ég sé ekki að ná þessu . En þá hugsa ég með mér hvers konar forréttindi það eru að geta starfað sem leikari og það hjálpar mér yfir hræðsluköstin .
- Jake Gyllenhaal , spurður við hvað hann sé hræddastur .
Ég hef verið hræddur alla ævi . Ég er alltaf hræddur við eitthvað nema þegar ég er að leika og þykjast vera einhver annar en ég er . Ef ég hefði það ekki þá væri ég bara einhvers staðar á bak við vegg , skíthræddur við allt og alla .
- Shia LaBeouf .
Mér líkar við það viðhorf að ekkert geti verið fullkomið og að það sé alltaf hægt að gera betur . Hins vegar hef ég um leið orðið vitni að fullkomnun , sérstaklega í list .
- Jack O ’ Connell .
Þeir sem skrifa verkin eru hetjurnar mínar . Ég leik fyrir þá , reyni að ljá persónunum sem þeir sköpuðu þá rödd og það vægi sem þeir vildu að þær hefðu . Þetta hefur alltaf verið mín fílósófía gagnvart leiklistinni , að leika fyrir höfundana og gera þá ánægða .
- David Suchet .
Það er mikilvægt að fólk gleymi aldrei svona atburðum í sögunni .
- Fionn Whitehead , sem leikur stórt hlutverk í myndinni Dunkirk .
Richard Pryor er minn uppáhaldsleikari . Ég ætla mér að gera mynd um hann einhvern tíma .
- David Gordon Green .
Þegar ég verð uppgefin eða það þyrmir yfir mig af einhverjum ástæðum þá fæ ég mér göngu um strendurnar við Sydney og tek brimbrettið með . Þá öðlast maður endurnýjaðan skilning á því um hvað þetta snýst allt saman í raun .
- Toni Collette .
8 Myndir mánaðarins