Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 42

Enclave – The Shadow Effect Enclave Lífið í skugganum Enclave, eða Enklava eins og hún heitir á frummálinu, er margföld verð- launamynd eftir serbneska leikstjórann Goran Radovanovic um ungan Serba sem vingast við nokkra múslima, tíu árum eftir Kósóvó-stríðið. Hér er á ferðinni gríðarlega vel gerð og áhrifarík mynd þar sem ljóslifandi mynd er dregin upp af afleiðingum borgarastyrjaldarinnar í ríkjum fyrrum Júgóslavíu og þá aðallega hinum mannskæðu átökum í Kósóvó. Aðalpersónan, hinn tíu ára gamli Christian, upplifði þessi átök ekki sjálfur en glímir samt við afleiðingarnar sem hann skilur ekki til fulls frekar en aðrir jafnaldrar hans. Þetta er mynd sem allt áhugafólk um sögu og evrópska kvikmyndagerð ætti hiklaust að sjá og upplifa. Punktar ............................................................................................ Myndin var framlag Serbíu til Óskarsverðlaunanna í fyrra en hefur þess utan hlotið fjölmörg verðlaun á ýmsum kvikmyndahátíðum. l VOD 92 mín Aðalhlutverk: Filip Subaric, Anica Dobra og Nebojsa Glogovac Leikstj.: Goran Radovanovic Útgef.: Myndform 29. desember Drama Hinn ungi Filip Subaric þykir sýna snilldarleik í aðalhlutverki myndarinnar sem annars skartar nokkrum af þekktustu og virtustu leikurum Serba og Kósóva í aukahlutverkum. The Shadow Effect Sumir draumar hafa þegar ræst Gabriel Howarth er maður sem upplifir einkennilega hluti þegar óskiljan- lega ofbeldisfullir draumar hans virðast rætast um leið og hann dreymir þá. The Shadow Effect er eftir bræðurna Obin og Amariah Olson sem blanda hér saman dularfullri ráðgátu og spennu og hafa sagt í viðtali að á vissan hátt sé sagan í myndinni þeirra útgáfa af The Matrix. Þegar Gabriel fer að átta sig á að draumar hans tengist á einhvern hátt raunveru- leikanum og að morðin sem hann fremur í þeim og ofbeldið sem hann beitir virðist eiga sér raunverulega samsvörun byrjar hann að gruna að eitthvað hafi komið fyrir hann sem hefur samt gjörsamlega þurrkast út úr minninu. Í leit að svörum, og um leið og gátan fer að rakna upp, áttar hann sig líka á að einhver sem hann þekkir og tengist jafnvel náið veit líklega sannleika málsins. En hver? VOD 85 mín Aðalhl.: Jonathan Rhys Meyers, Cam Gigandet og Michael Biehn Leikstj.: Obin og Amariah Olson Útg.: Myndform Spennumynd 42 Myndir mánaðarins 29. desember Jonathan Rhys Meyer leikur annað aðalhlutverkið og er hvergi þar sem hann er séður.