Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 40

Stronger Áföllin breyta okkur Sönn saga Jeffs Bauman sem missti báða fætur þegar hryðju- verkamenn sprengdu tvær sprengjur við endalínu Boston- maraþonhlaupsins þann 15. apríl 2013 og þurfti í framhald- inu að takast á við gjörbreyttar aðstæður í lífi sínu. Þegar Jeff Bauman rankaði við sér á sjúkrahúsi og gerði sér grein fyrir hvað hafði gerst bað hann um blað og penna þar sem átti óhægt um mál og skrifaði: „Sá manninn. Hann horfði beint á mig.“ Þessi orð hjálpuðu lögreglunni að komast á slóð ódæðismannanna tveggja sem frömdu hryðjuverkið fyrr en ella og var Jeff í kjölfarið hylltur sem hetja. Sú skyndifrægð og sviðsljósið ofan í þau sár sem hann glímdi við á líkama og sál lagðist hins vegar þungt á hann til að byrja með og gerði honum erfitt fyrir að ná áttum og vinna sig út úr efiðleikunum sem framundan voru við að ná sér eftir áfallið. Í þessari frábæru og áhrifaríku mynd sem allir ættu hiklaust að sjá er farið afar vel yfir það sem gerðist næst í lífi Jeffs og hans nánustu, en saga þeirra kemur þeim sem ekki þekkja til verulega á óvart ... Stronger Sannsögulegt Jake Gyllenhaal sýnir hreint út sagt frábæran leik í aðalhlutverki Stronger og er spáð Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir vikið. 119 VOD mín Aðalhlutv.: Jake Gyllenhaal, Tatiana Maslany, Miranda Richardson, Clancy Brown, Richard Lane, Frankie Shaw, Nate Richman og Patty O’Neil Leikstjórn: David Gordon Green Útgefandi: Myndform 22. desember Punktar .................................................... HHHH 1/2 - E.W. HHHH 1/2 - R. Stone HHHH - Indiewire HHHH 1/2 - C. Sun-Times HHHH - N.Y. Times HHHH - Time HHHH - L.A. Times HHHH - Variety HHHH - Guardian HHHH - Hollywood Reporter HHHH - Wall Street Journal Myndin er byggð á samnefndri metsölubók sem Bret Witter skrif- aði eftir frásögn Jeffs Bauman og kom út í apríl 2014. l Leikstjóri myndarinnar, David Gordon Green, er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir sínar mörgu gæðamyndir í gegnum árin en á meðal þeirra má nefna George Washington, All the Real Girls, Snow Angels og Prince Avalanche (sem hann gerði eftir íslensku myndinni Á annan veg), og grínmyndirnar Your Highness og Pineapple Express. l Stronger er ákaflega vel gerð og raunsönn mynd en hún var unnin í nánu samstarfi við bæði aðal- og aukapersónur hennar og eru allar sviðsetningar eins nálægt raunveruleikanum og hægt var að komast. Veistu svarið? Eins og kemur fram í myndartexta hér til hægri er Jake Gyllenhaal spáð Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir hlutverk sitt í Stronger, en Jake hefur einu sinni áður verið tilnefndur. Það var fyrir hlutverk í mynd sem Ang Lee sendi frá sér árið 2005. Hvaða mynd? Jake Gyllenhaal ásamt fyrirmyndinni Jeff Bauman, leikstjóranum David Gordon Green og Tatiönu Maslany sem leikur unnustu Jeffs. Brokeback Mountain. 40 Myndir mánaðarins