Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 Bíó | Page 26
Jumanji: Welcome to the Jungle
Lifðu þig inn í leikinn
Þegar þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha eru látin sitja
eftir í skólanum rekast þau á gamla leikjatölvu í kjallaranum
og leik sem þau hafa aldrei heyrt minnst á áður, Jumanji. Þau
ákveða að prófa að spila – og sogast bókstaflega inn í leikinn.
Grín-, hasar- og ævintýramyndin Jumanji: Welcome to the Jungle á
áreiðanlega eftir að reynast hressandi og fyndin skemmtun en hún
er ein þriggja nýrra mynda sem frumsýndar verða á annan dag jóla,
þriðjudaginn 26. desember. Þetta er sjálfstætt framhald myndarinn-
ar Jumanji frá árinu 1995 sem var aftur byggð á samnefndri bók
rithöfundarins Chris Van Allsburg. Í henni var Jumanji borðspil en
hefur hér þróast yfir í að vera tölvuleikur með þá stórfurðulegu
hliðarverkun að um leið og spilendur byrja að spila hverfa þeir inn
í tölvuna og leikinn og breytast í karakterana sem þeir spila með.
Eftir að þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha átta sig á hvað hefur
gerst og komast yfir mesta áfallið og undrunina uppgötva þau að
eina leiðin fyrir þau að snúa aftur til raunveruleikans er að sigrast
á andstæðingum sínum og forðast að verða drepin af einhverju af
villtu dýrunum sem eru úti um allt í hinni ævintýralegu opnu veröld
leiksins – áður en þau klára lífin þrjú sem þau hafa úr að spila!
Jumanji: Welcome to the Jungle
Ævintýri / Gamanmynd
Nick Jonas leikur hinn dularfulla bjargvætt Alex, en í aðalhlutverkunum
fjórum eru Dwayne Johnson, Karen Gillan, Jack Black og Kevin Hart.
118
mín
Aðalhlutverk: Dwayne Johnson, Jack Black, Kevin Hart, Karen
Gillan, Bobby Cannavale, Alex Wolff, Tim Matheson og Nick Jonas
Leikstjórn: Jake Kasdan Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó,
Króksbíó, Bíóhöllin Akranesi og Eyjabíó
Frumsýnd 26. desember
Punktar ....................................................
Eins og kemur fram hér fyrir ofan er þessi mynd sjálfstætt fram-
hald af Jumanji frá árinu 1995 en í henni fór Robin Williams heitinn
með stærsta hlutverkið ásamt þeim Kirsten Dunst og Jonathan
Hyde. Í henni hafði karakter Robins, Alan Parrish, fest inni í leikn-
um og í nýju myndinni má sjá skýrar vísbendingar um veru hans í
honum, Robin til heiðurs og til minningar um þann frábæra leikara.
l
Leikstjóri myndarinnar er Jake Kasdan sem sló í gegn ungur að
árum árið 1998 með myndinni Zero Effect og hefur síðan m.a. gert
myndirnar Orange County, Bad Teacher og núna síðast Sex Tape.
l
Sá hluti myndarinnar sem gerist í raunheimum gerist í sama bæ
og fyrri myndin, þ.e. í Bratford í New Hampshire.
l
Fjórmenningarnir lenda í ýmsum vandræðum í Jumanji-leiknum.
Veistu svarið?
Þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma
sem þeir Dwayne Johnson og Kevin Hart leika sam-
an en það gerðu þeir einnig í gamanmynd sem var
frumsýnd í júní í fyrra og var leikstýrt af Rawson
Marshall Thurber. Hvaða mynd var það?
Central Intelligence.
26
Myndir mánaðarins