Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 Bíó | Page 10
Bíófréttir – Væntanlegt í janúar
Ránið á John Paul Getty III
Þetta eru þau Michelle Williams og Mark Wahlberg í einu atriði nýjustu myndar
Ridleys Scott, All the Money in the World, sem verður almennt frumsýnd í janúar en í
Bandaríkjunum fyrir áramótin svo hún geti verið með í keppninni um Óskarinn 2018.
Er komið að því?
Orðrómurinn um að Gary Oldman muni hljóta Óskars-
verðlaunin á næsta ári fyrir túlkun sína á Winston Churchill
í myndinni The Darkest Hour hefur verið ákaflega sterkur
á síðustu mánuðum og víst er að mörgum þykir tími
kominn til að þessi frábæri leikari, sem á 35 ára leikafmæli
á þessu ári, hljóti loksins þessi eftirsóttu verðlaun.
Ljóst er þó að við ramman reip er að draga enda er Gary
auðvitað ekki sá eini sem þótt hefur skara svo fram úr á
árinu að hann eigi skilið Óskarsverðlaunatilnefningu.
Það má þó telja nokkuð öruggt að hann verði tilnefndur
og yrði það þá í annað sinn sem það gerist en hann var
tilnefndur árið 2012 fyrir leik sinn í myndinni Tinker Tailor
Soldier Spy. Það ár kom Óskarinn hins vegar í hlut hins
franska Jeans Dujardin fyrir leik hans í myndinni The Artist
sem einnig hlaut Óskarinn sem besta mynd ársins.
Þess má geta að þeir níu leikarar sem þykja líklegastir
til að keppa við Gary um tilnefningu til Óskars á næsta
ári eru þegar þetta er skrifað, 26. nóvember, þeir Daniel
Day-Lewis fyrir myndina Phantom Thread, James Franco
fyrir The Disaster Artist, Tom Hanks fyrir The Post, Andrew
Garfield fyrir myndina Breathe, Jake Gyllenhaal fyrir
Stronger, Steve Carell fyrir Last Flag Flying, Timothée
Chalamet fyrir Call Me By Your Name, Christian Bale fyrir
Hostiles og Hugh Jackman fyrir The Greatest Showman.
The Darkest Hour verður frumsýnd á Íslandi 19. janúar.
Myndin er byggð á bók Johns Pearson um eitt frægasta mannránsmál sögunnar þegar
John Paul Getty III, sonarsyni ríkasta manns heims á þeim tíma, Jeans Paul Getty, var
rænt aðfaranótt 10. júlí 1973 á Ítalíu. Fljótlega kom í ljós að mannræningjarnir kröfðust
17 milljón dollara í lausnargjald ella yrði John, sem var 16 ára, tekinn af lífi. Málið vakti
alveg gríðarlega athygli á sínum tíma og töldu margir að John III hefði sjálfur sett
mannránið á svið til að kúga fé út úr fjölskyldunni og þá sérstaklega hinum auðuga afa
sínum sem var sá eini í henni sem átti í raun 17 milljón dollara. Sá neitaði hins vegar
að borga á þeim forsendum að hann ætti 16 barnabörn og ef hann greiddi myndi
þeim öllum verða rænt fyrr eða síðar með sömu afleiðingum. Málið var því í pattstöðu
í nokkra daga, allt þar til afskorið eyra Johns III barst í pósti. Við kynnum þessa mynd
betur í næsta blaði en bendum áhugasömum að kíkja á stikluna, en hún er alveg frábær.
Leitin að pabba
Gamanmyndin Father Figures verður frum-
sýnd fyrstu helgina á nýja árinu 2018 en hún
hringir áreiðanlega bjöllum hjá mörgum
lesendum blaðsins enda höfum við skrifað
um hana áður þar sem upphaflega stóð til
að frumsýna hana fyrir ári síðan og var heiti
hennar þá Bastards. Af ástæðum sem okkur
eru ekki kunnar var þó ákveðið að fresta
frumsýningu hennar fram á haustið 2017 og
síðan aftur til 5. janúar 2018 og hlaut myndin
þá um leið hið nýja heiti.
Father Figures segir tvíburunum Kyle og Peter
sem eru í brúðkaupi móður sinnar þegar hún
ljóstrar því upp að hún hafi alla tíð logið því
að þeim að faðir þeirra væri dáinn. Í raun hafi
hún ekki hugmynd um hver hann var og að
hann gæti þess vegna enn verið á lífi.
Þeim Kyle og Peter bregður mikið við þessar
fréttir og í þeirra huga kemur ekkert annað til
greina en að halda í leiðangur og finna pabba sinn. Með gamla ljósmynd af móður þeirra
í farteskinu og óljósa staðsetningu hennar þegar þeir komu undir leggja þeir í hann en
komast brátt að því að leitin reynist mun flóknari en þeir voru að vona enda virðist móðir
þeirra hafa þekkt marga og víða komið við.
Með hlutverk bræðranna fara þeir Owen Wilson og Ed Helms en í öðrum stórum hlut-
verkum eru þau Glenn Close sem leikur móður þeirra, Christopher Walken, Ving Rhames,
J.K. Simmons, June Squibb, Katie Aselton, Katt Williams, Ryan Cartwright og fyrrverandi
íþróttastjarnan í bandaríska fótboltanum, Terry Bradshaw, sem leikur sjálfan sig.
Atriði úr The Darkest Hour þar sem Gary Oldman
leikur breska forsætisráðherrann Winston Churchill.
10
Myndir mánaðarins
Þess má geta að gerð var ný stikla úr myndinni og er áhugasömum bent á að kíkja á hana
enda er hún mjög skemmtileg og gefur góða von um gott grín og góða mynd.