Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 30
Bridget Jones’s Baby
Lífið er til þess að flækja það
Sagan um hina skemmtilegu en seinheppnu Bridget Jones
heldur hér áfram, en hún er nú komin á fimmtugsaldurinn og
er á milli manna ef svo má segja því sambandið við Mark Darcy
hefur verið losaralegt um leið og hún hefur kynnst nýjum
manni, hinum heillandi draumaprinsi Jack Qwant.
Eins og í fyrri myndunum um Bridget Jones er það
húmor og rómantík sem ræður ríkjum í lífi og starfi
Bridgetar þótt alvaran sé auðvitað aldrei langt undan.
Þegar hún verður nú ófrísk af sínu fyrsta barni kemur
hins vegar í ljós að karlamálin eru þannig vaxin að
hún veit ekki hvor er faðirinn, Mark Darcy eða Jack Qwant ...
Bridget Jones er alltaf viðbúin en um leið alltaf frekar seinheppin.
Punktar ....................................................
Bridget Jones’s Baby
HHHH1/2 - Village Voice HHHH - Entertainment Weekly
HHHH - L.A. Times HHHH - Time Out HHHH - Empire
HHHH - Total Film HHH1/2 - R. Stone HHH1/2 - R.Ebert
Gamanmynd
123
DVD
mín
Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Patrick Dempsey, Colin Firth, Emma
Thompson, Shirley Henderson, Sally Phillips, Gemma Jones og Jim
Broadbent Leikstjórn: Sharon Maguire Útgefandi: Myndform
15. desember
Þrátt fyrir að Bridget Jones’s Baby sé þriðja myndin um Bridget
Jones þá er hún ekki byggð á þriðju bókinni um hana, Bridget
Jones: Mad About the Boy, heldur skrifaði rithöfundurinn Helen
Fielding þessa sögu sérstaklega til kvikmyndagerðar. Hún á í raun
að gerast árið 2010, áður en atburðirnir í þriðju bókinni gerðust.
l
Sharon Maguire, sem leikstýrir þessari mynd, leikstýrði einnig
fyrstu myndinni sem var frumsýnd 2001 og sló hressilega í gegn.
l
Tónlistarmaðurinn vinsæli, Ed Sheeran, kemur fram í smáhlutverki
í myndinni og leikur hér um leið í sinni fyrstu bíómynd.
l
Bridget Jones’s Baby er fyrsta myndin sem Renée Zellweger leikur
í í sex ár, en hún lék síðast í myndinni My Own Love Song árið 2010.
l
Renée Zellweger, Patrick Dempsey og Colin Firth leika aðalhlutverkin.
Veistu svarið?
Þótt Patrick Dempsey eigi rúmlega fjörutíu
ára leikferil að baki má segja að honum
hafi ekki skotið upp á stjörnuhimininn fyrr
en hann byrjaði að leika Derek Shepherd í
þekktri sjónvarpsseríu árið 2005. Hvaða seríu?
Þar sem það er ekki ljóst hvor er faðirinn, Jack Qwant eða Mark
Darcy, þá er spenna í loftinu þegar kemur að fæðingunni sjálfri.
Grey's Anatomy.
30
Myndir mánaðarins