Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | Page 20

Leitin að Dóru Komdu með í annað ferðalag Leitin að Nemó sem kom út 2003 er án nokkurs vafa einhver albesta teiknimynd allra tíma enda naut hún fádæma vinsælda um allan heim. Nú er kominn tími til að kíkja aftur á þá Nemó og pabba hans, Merlín, en í þetta sinn er það hin gleymna Dóra sem allt snýst um og leit hennar að fjölskyldu sinni. Sagan gerist um sex mánuðum eftir atburðina í fyrri myndinni. Allt í einu byrja minningar úr æsku Dóru að rifjast upp fyrir henni og um leið að hún á fjölskyldu einhvers staðar. Þetta leiðir til þess að hún heldur ásamt Merlin og Nemó í leit að ættingjum sínum og liggur leiðin alla leið frá kóralrifinu þar sem þau eiga heima að ströndum Kaliforníu þar sem óvæntar uppgötvanir bíða ... Punktar .................................................... Leitin að Dóru TEIKNIMYND DVD 97 mín Íslensk talsetning: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson, Selma Björnsdóttir, Matthías Davíð Matthíasson, Steinn Ármann Magnússon, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Haraldur G. Haraldsson, Margrét Friðriksdóttir, Viktor Már Bjarnason, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Karl Ágúst Úlfsson, Ómar Ragnarsson o.fl. Leikstjórn: Björn Ármann Júlíusson Útgefandi: Samfilm 5. desember 20 Myndir mánaðarins Leitin að Dóru kemur út bæði með íslenskri og enskri talsetningu, en í ensku útgáfunni eru það m.a. þau Ellen DeGeneres, Albert Brooks, Bill Hader, Dominic West, Diane Keaton, Ty Burrell, Ed O’Neill og Eugene Levy sem tala fyrir helstu karakterana. l