Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 DVD-hluti | страница 10

Jason Bourne Það er kominn tími fyrir uppgjör Nokkur ár eru liðin frá því Jason Bourne lét sig hverfa eftir atburðina sem sagði frá í myndinni The Bourne Ultimatum. Tímann hefur hann notað til að fá minni sitt aftur og nú er komið að því að fá lokasvör frá þeim sem þekkja fortíð hans betur en hann. Jason Bourne er sannkallaður hasarsmellur, en hún halaði inn rúmlega fjögur hundruð milljónir dollara í kvikmyndahúsum í sumar og er þar með næstvinsælasta mynd Bourne-seríunnar til þessa á eftir The Bourne Ultimatum. Eins og þá er það Paul Greengrass sem leikstýrir og það er að sjálfsögðu Matt Damon sem leikur kappann á ný, en í öðrum stærstu hlutverkunum eru þau Tommy Lee Jones, Julia Stiles og Alicia Vikander sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir ... Matt Damon snýr aftur sem Jason Bourne í mynd eftir Paul Greengrass, en hún er einn af stórsmellum ársins í kvikmyndahúsum. Jason Bourne Punktar .................................................... Hasar og spenna HHHHH - L.A. Times HHHH1/2 - ReelViews HHHH - Empire HHHH1/2 - Chicago Sun-Times HHHH1/2 - Rolling Stone HHHH - Entertainment Weekly HHHH - Variety 123 DVD mín Aðalhlutverk: Matt Damon, Alicia Vikander, Julia Stiles, Tommy Lee Jones, Vincent Cassel, Riz Ahmed og Ato Essandoh Leikstjórn: Paul Greengrass Útgefandi: Myndform 1. desember l Þeir sem kunna vel að meta bílahasar fá góðan skammt af honum í Jason Bourne en í myndinni má m.a. sjá svakalegan bílaeltingarleik í Las Vegas sem tók heilar fimm vikur að taka upp. 174 bílar eyðilögðust í atriðinu. l Hluti myndarinnar gerist í Reykjavík og var tekinn upp þar. Matt Damon ætlaði ekki að leika í annarri mynd um Jason Bourne en snerist hugur, annars vegar þegar Paul Greengrass tók að sér leikstjórnina og hins vegar vegna máls Edwards Snowden, en eins og kunnugt er lak Edward trúnaðargögnum sem að mati bandarískra stjórnvalda vörðuðu þjóðaröryggi. Matt sagði að það mál hefði kveikt aftur áhuga hans á persónu Jasons og sögunni sem sögð er í Jason Bourne. l l Jason Bourne, þ.e. Matt Damon, segir ekki eitt einasta orð fyrstu tuttugu mínúturnar af myndinni en lætur þess í stað verkin tala! Hinn trausti Tommy Lee Jones og sænska leikkonan Alicia Vikander leika tvö af stærstu aukahlutverkum myndarinnar. Veistu svarið? Jason Bourne er fjórða myndin sem Matt Damon leikur samnefndan njósnara í en þessar myndir eru byggðar á skáldsögum eftir bandarískan rithöfund sem lést árið 2001. Hvað hét hann? Hasar- og spennuatriðin í myndinni eru mörg! Robert Ludlum. 10 Myndir mánaðarins