Bíófréttir – Væntanlegt
Felicity Jones leikur aðalsöguhetjuna í Rogue One , Jyn Erso .
Uppalin á Íslandi
Eins og þeir vita sem fylgjast vel með í kvikmyndaheiminum þá var Ísland einn af tökustöðum nýju Star Wars-myndarinnar , Rogue One , en kvikmyndatökufólkið ásamt leikurum var statt hér á landi í september í fyrra og hvíldi mikil leynd yfir öllu saman .
Samkvæmt því sem komist var næst voru tökustaðirnir á Mýrdalssandi og þar austur af , þ . e . við Hjör leifs höfða og Haf ursey . Þegar stikla númer tvö úr myndinni var svo frumsýnd í október og menn fóru að rýna í hana kom í ljós að í atriðunum sem tekin eru upp hér á landi erum við stödd á heimaslóðum Galens Erso , en hann virðist hafa átt stóran þátt í smíði Dauðastjörnunnar alræmdu , útrýmingartóli keisarans , sem Logi geimgengill átti síðar eftir að sprengja í loft upp í fyrstu Star Wars-myndinni , A New Hope , þ . e . þriðja kafla sögunnar .
Það sem meira er , er að Galen þessi Erso , sem danski stórleikarinn Mads Mikkelsen leikur , er faðir Jyn Erso , aðalsöguhetjunnar í Rogue One , og að þegar hið illa innrætta handbendi keisarans Orson Krennic sækir Galen heim ( sést í stiklunni ) þá er Jyn sennilega um tíu ára gömul og hefur ekki hugmynd um erindi Orsons við föður sinn . Að því á hún hins vegar eftir að komast síðar á lífsleiðinni . En hvað sem gerist þá getum við alla vega slegið því föstu að Jyn sé alin upp á Íslandi , alla vega að hluta til !
Star Wars : Rogue One verður frumsýnd um miðjan desember og er sennilega sú mynd ársins sem flestir hafa beðið eftir enda sló síðasta Star Wars-mynd , The Force Awakens , nýtt aðsóknarmet . Það kæmi ekki á óvart ef Rogue One myndi bæta um betur .
Atriðið í stiklunni þegar Orson sækir Galen heim sýnir hvar Jyn Erso ólst upp , a . m . k . til tíu ára aldurs , þ . e . við Hjörleifshöfða .
120 ára ferðalag
Myndin hér fyrir ofan var tekin á svokallaðri Cinema-Con ráðstefnu kvikmyndahúsaeigenda í apríl síðastliðnum þar sem þau Jennifer Lawrence og Chris Pratt voru mætt til að kynna myndina Passengers fyrir viðstöddum , en hún gerist um borð í geimskipinu Avalon sem er að flytja þúsundir jarðarbúa um langan veg til að nema land á annarri plánetu í öðru sólkerfi .
Þar sem ferðin tekur 120 ár er farþegunum haldið frystum en lifandi í sérstökum svefnhylkjum sem tryggja annars vegar að þeir finna ekki fyrir tímanum og hins vegar að líkamar þeirra eldast ekki á meðan á ferðalaginu stendur , a . m . k . ekki sjáanlega . Því miður fyrir verkfræðinginn James Preston og blaðakonuna Auroru Lane veldur óskiljanleg bilun í svefnhylki þeirra því að þau vakna eftir þrjátíu ár í geimnum , þ . e . níutíu árum á undan áætlun , og komast fljótlega að því að þau búa ekki yfir neinum ráðum til að laga búnaðinn og sofna aftur . Þau eru því dæmd til að eyða því sem eftir er ævinnar um borð í Avalon og verða löngu dáin þegar geimskipið nær loksins á áfangastað .
Þetta er auðvitað bara byrjunin á sögunni sem á síðan eftir að þróast á mjög óvæntan hátt en þrátt fyrir það – og þrátt fyrir að handritið sé frábært – höfðu ýmsir fjárfestar í Hollywood efasemdir um að mynd af þessari stærðargráðu ( áætlaður lágmarkskostnaður var 120 milljónir dollara ) myndi ná að hala inn fyrir kostnaði . Sú vantrú hefur vafalaust haft áhrif á að ekki var hafist handa við gerð hennar fyrr en forráðamenn Sony ákváðu að blása á efasemdirnar , tryggja sér réttinn , ráða Morten Tyldum í leikstjórnina og þau Jennifer og Chris í aðalhlutverkin .
Á Cinema Con-ráðstefnunni fengu gestir síðan að sjá nokkur sýnishorn úr ókláraðri myndinni ásamt því að spjalla við þau Jennifer og Chris og segir sagan að það hafi runnið upp ljós fyrir mörgum þeirra að það sem myndi fá fólk til að fara á mynd sem gerðist að öllu leyti í geimnum og innihéldi bara tvær persónur ( þær eru fleiri , en við förum ekki út í það hér ) og mæla með henni yrði ekki endilega hin óvænta flétta , frábærar tæknibrellur og mikil spenna ( þótt auðvitað myndi það líka draga að ) heldur fyrst og fremst „ chemistry “ -ið á milli þeirra Jennifer og Chris , eða öllu heldur persónanna sem þau leika .
Það muna allir eftir Titanic eftir James Cameron . Hvað var það sem gerði þá mynd að aðsóknarmestu mynd allra tíma ? Var það sagan ? Skipbrotið ? Tæknibrellurnar ? Nei , það sem heillaði fólk upp úr skónum fyrst og fremst var ástarsagan og neistinn sem þeim Leonardo DiCaprio og Kate Winslet tókst að skapa á milli þeirra Jacks og Rose . Sá neisti var svo sterkur að hann lifir enn .
Við erum ekki að segja að Passengers verði ný Titanic hvað aðsókn varðar , en miðað við það sem sagt er hefur þeim Jennifer og Chris tekist að skapa svo sterkan neista á milli aðalpersónanna í myndinni að hann á eftir að heilla áhorfendur upp úr skónum .
8 Myndir mánaðarins