Bíófréttir – Væntanlegt
Sögulegar siglingar
Þann fyrsta desember verður 56 . teiknimynd Disney-kvikmyndarisans í fullri lengd frumsýnd hér á landi en hún hefur að undanförnu verið að fá frábæra dóma og þeir eru margir sem telja hana á meðal þeirra allra bestu , ef ekki bestu teiknimynd sem Disney hefur gert til þessa .
Sagan í myndinni , sem heitir Vaiana eftir aðalsöguhetjunni og er kynnt nánar hér aftar í blaðinu , er mikið ævintýri sem segir fyrst frá leit prinsessunnar Vaiönu að hálfguðinum Maui og síðan leit þeirra tveggja að sköpunargyðjunni Te Fiti sem gæti ráðið örlögum eyjunnar sem Vaiana býr á og fólksins hennar þar .
En þótt sagan í myndinni sé auðvitað skáldskapur og ævintýri sem sækir innblásturinn í eina helstu þjóðsögu Pólýnesíumanna þá byggir ævintýrið einnig á þeirri sögulegu staðreynd að á öldum áður voru íbúar Pólýnesíu færasta siglingafólk á jörðinni .
Þjóðsagan sem um ræðir fjallar um gyðjuna Te Fiti sem skapaði eyjarnar í Pólýnesíu og allt líf á þeim . Þegar hálfguðinn Maui stal hjarta Te Fiti , steinhjarta úr sérstökum grænum steini , og tapaði því síðan í bardaga við hraunskrímslið Te Ka , lögðust ill álög á eyjarnar sem Te Fiti hafði skapað sem að endingu myndu útrýma öllu lífi á þeim . Eina leiðin til að forða því og aflétta álögunum var að einhver fyndi steinhjartað og skilaði því til Te Fiti .
En í myndinni er líka að finna skemmtilegan og vel unninn fróðleik um siglingatækni Pólýnesíumanna til forna . Vegna þess að þetta var og er eyjasamfélag þá þurftu íbúarnir að smíða sér báta og læra löngu á undan öðrum samfélögum að nota sólina , tunglið , pláneturnar , stjörnurnar og hafið sjálft til að vísa sér leið á milli eyjanna . Í myndinni er talsvert komið inn á þessa siglingatækni .
Allir saman nú !
„ Ég held ég verði að fara að fá mér lengri handlegg “, skrifaði Will Smith á Facebook-síðu sína þann 6 . apríl sl . um leið og hann birti þessa mynd af sér og sjö helstu meðleikurum sínum í myndinni Collateral Beauty þegar hópurinn var í New York að ljúka við tökurnar og stund gafst milli stríða . Will , sem er mjög duglegur að taka „ selfís “ með þeim sem hann hittir og birta þær á Facebook-síðunni sinni , bætti svo við innleggið : „ Það er heiður að vinna með svona stórkostlegum hóp af leikurum .“
Eins og sjá má þá eru þetta fyrir utan Will Smith sjálfan þau Kate Winslet , Helen Mirren , Keira Knightley , Jacob Latimore , Michael Peña og Naomie Harris , en Collateral Beauty , sem er í leikstjórn Davids Frankel og lofar mjög góðu , verður frumsýnd 30 . desember og er kynnt nánar hér aftar í blaðinu .
Og fyrir þá sem ekki vita þá er Pólýnesía þríhyrningslaga hafsvæði í Mið- og Suður-Kyrrahafi sem markast af Hawaii-eyjaklasanum í norðri , Nýja-Sjálandi í suðvestri og Páskaeyju í suðaustri . Svæðið , sem hlaut nafngift sína árið 1756 , inniheldur meira en þúsund eyjur og eyjaklasa , en fólkið sem bjó í Pólýnesíu á öldum áður var meira og minna af sama upprunanum og er það reyndar enn þótt talsverð blöndun hafi átt sér stað á síðastliðnum öldum .
Á meðal þekktra eyja innan Pólýnesíu fyrir utan þær sem nefndar eru hér fyrir ofan eru t . d . Tonga , Samoa , Jólaeyja , Cook-eyja , Norfolk og eyjarnar fimm sem saman heita Franska Pólýnesía . Þess má geta til gamans að móðir Waynes Johnson sem talar fyrir Maui í enskri útgáfu Vaiana er einmitt frá eyjunni Samoa í Pólýnesíu .
Á ferð og flugi
Þau Eddie Redmayne og Katherine Waterston hafa ásamt fleiri leikurum myndarinnar Fantastic Beasts and Where to Find Them verið á ferð og flugi um allan heim að undanförnu til að kynna myndina á hinum ýmsu markaðssvæðum og svara spurningum fréttamanna um hana . Eðlilega hafa margar þessara spurninga snúist um þær fjórar framhaldsmyndir sem tilkynnt hefur verið að gerðar verði um galdraheima New York-borgar , en fátt hefur verið um svör þar sem höfundurinn , J . K . Rowland , hefur ekki gefið miklar upplýsingar . Þó er komið í ljós síðan síðast að myndirnar fimm muni spanna 20 ár og að þótt Newt Scamander verði í næstu mynd , þá verður hann ekki aðalpersónan . Við sjáum hvað setur , en að gefnu tilefni viljum við benda þeim á sem finnst Katherine Waterston minna sig á einhvern að hún er dóttir pabba síns , Sams Waterston .
6 Myndir mánaðarins