Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 34

Passengers Ekkert gerist að ástæðulausu Risageimferja er að flytja þúsundir manna til plánetu í fjarlægu sólkerfi þegar bilun í svefnbúnaði veldur því að tveir af farþegunum, þau James Preston og Aurora Lane, vakna af dásvefninum sem þau áttu að vera í, níutíu árum á undan áætlun. Passengers er nýjasta mynd norska meistaraleikstjórans Mortens Tyldum sem gerði myndirnar Buddy, Varg Veum-Falne engler, Hodejegerne og nú síðast hina margföldu verðlaunamynd The Imitation Game. Myndin er gerð eftir sögu og handriti Jons Spaihts (Prometheus, Doctor Strange), en það handrit var árið 2007 á svarta listanum svokallaða í Hollywood yfir áhugaverðustu ókvikmynduðu handritin og má því segja að myndin hafi verið í bígerð í heil níu ár. Eftir að þau James og Aurora vakna og átta sig á því að þeim mun ekki takast að falla í dásvefn á ný blasir við að þau þurfi að eyða því sem eftir er ævinnar í félagsskap hvors annars um borð í ferjunni enda er um ekkert annað að velja í stöðunni. Eða hvað? Passengers Eftir að þau James og Aurora komast yfir mesta áfallið yfir því að hafa vaknað átta þau sig á því að það eina sem þau hafa er hvort annað. Vísindaskáldsaga/Ævintýri 116 mín Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence, Chris Pratt, Michael Sheen, Andy Garcia, Laurence Fishburne, Kimberly Battista og Aurora Perrineau Leikstjórn: Morten Tyldum Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Bíóhöllin, Króksbíó og Ísafjarðarbíó Frumsýnd 26. desember Veistu svarið? Jennifer Lawrence lét hafa eftir sér í viðtali að fyrir sig hafi erfiðasta atriði myndarinnar verið ástaratriði því það hefði verið í fyrsta sinn sem hún kyssti kvæntan mann, en eiginkona Chris Pratt er þekkt leikkona. Hvað heitir hún? Myndir mánaðarins Eins og oft í tilfellum mynda sem fela í sér óvænta fléttu eru þeir áhorfendur sem sjá myndina í fyrra fallinu vinsamlegast beðnir að segja ekki þeim sem eiga eftir að sjá hana um hvað fléttan snýst. l Upphaflega stóð til að Passengers yrði gerð með Keanu Reeves í hlutverki James Preston enda var kvikmyndarétturinn í höndum framleiðslufyrirtækis hans fyrstu árin. Vegna anna Keanus við önnur verkefni dróst kvikmyndun Passengers hins vegar stöðugt og það var ekki fyrr en Sony-fyrirtækið keypti réttinn sumarið 2015 og réð Morten Tyldum sem leikstjóra að skriður komst á málið. l Eða hvað? Getur verið að hér búi eitthvað annað að baki en sýnist? Svarið er já, og á eftir að koma bæði þeim og áhorfendum á óvart. Anna Faris. 34 Punktar ....................................................