Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 32

Syngdu Kepptu með öllu hjartanu Kóalabjörninn Buster þarf að finna einhver ráð til að bjarga leikhúsinu sínu frá því að þurfa að loka endanlega og fær þá snilldarhugmynd að efna til söngvakeppni dýranna í bænum. Syngdu er nýjasta myndin frá teiknimyndafyrirtækinu Illumination sem stóð að baki myndunum um hinn vonda, en samt ágæta Gru, litlu gulu skósveinana og leynilíf gæludýranna. Eins og í þeim tilfellum er það húmorinn sem er í fyrirrúmi en í myndinni er líka að finna mörg heimsfræg lög sem sungin eru af innlifun í söngvakeppninni sem allt snýst um. Þetta er jólamynd ársins fyrir alla fjölskylduna. Syngdu verður bæði sýnd með íslenskri talsetningu úrvalsleikara og söngvara og í ensku útgáfunni þar sem margir af toppleikurum Bandaríkjanna sýna sönghæfileika sína svo um munar. Aðalatriðið er þó að Syngdu er mynd sem fær áhorfendur til að hlæja sig máttlausa! Syngdu Teiknimynd 110 mín Íslensk talsetning: Rúnar Freyr Gíslason, Stefanía Svavarsdóttir, Unnsteinn Manúel Stefánsson, Salka Sól Eyfeld, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Edda Björgvinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Steinn Ármann Magnússon, Hjálmar Hjálmarsson, Valdimar Flygenring, Laddi og fleiri Leikstjórn: Hjálmar Hjálmarsson Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóið Álfabakka og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 26. desember 32 Myndir mánaðarins