Why Him ? Gamanmynd
Why Him ?
Hingað og ekki lengra
Þegar Ned Fleming hittir manninn sem dóttir hans elskar og ætlar sér að giftast verður honum ekki um sel því tengdasonurinn tilvonandi er týpa sem Ned kann alls ekki að meta og hefur allt það til að bera sem hann fyrirlítur í fari annarra .
Why Him ? er ein af jólamyndum ársins enda verður hún frumsýnd í kvikmyndahúsum um allan heim í kringum hátíðarnar og þykir mjög líkleg til vinsælda á meðal þeirra fjölmörgu sem vilja gjarnan fara í bíó til að hlæja . Segja má að aðstandendur hennar , bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar , séu stór hluti af grínlandsliði Bandaríkjanna , enda eiga þau flest , bæði saman og hvert í sínu lagi , stóran og jafnvel stærsta þáttinn í mörgum af vinsælustu bíómyndum síðari ára . Það slær síðan ekki á væntingarnar að stiklurnar úr myndinni eru afar góðar og bráðfyndnar . Kíktu á þær !
Why Him ? Gamanmynd
Aðalhlutverk : Bryan Cranston , Zoey Deutch , James Franco , Megan Mullally , Adam Devine og Keegan-Michael Key Leikstjórn : John Hamburg Bíó : Smárabíó , Háskólabíó , Borgarbíó , Selfossbíó , Skjaldborgarbíó , Bíóhöllin , Króksbíó og Ísafjarðarbíó
100 mín
Frumsýnd 26 . desember
Það er ekki hægt að segja að Ned lítist vel á tilvonandi tengdason sinn Laird við fyrstu kynni . Í raun er það alveg þvert á móti .
Punktar .................................................... l Sagan og handritið í Why Him ? er eftir þá Jonah Hill og John Hamburg sem einnig leikstýrir en John á m . a . að baki sem leikstjóri myndirnar Along Came Polly og I Love You Man og sem sögu- og handritshöfundur myndirnar Meet the Parents og Zoolander . Jonah Hill þekkja auðvitað allir eftir leik í mörgum góðum myndum ( t . d . War Dogs , Hail , Caesar !, The Wolf of Wall Street ) en sem söguhöfundur á hann að baki Sausage Party og báðar Jump Street-myndirnar . Why Him ? er hins vegar fyrsta bíómyndahandritið sem hann skrifar .
l Með hlutverk Barb , eiginkonu Neds , fer hin frábæra grínleikkona Megan Mullally , en hún er hvað þekktust fyrir leik í gamanþáttum eins og Will and Grace , Parks and Recreation og Childrens Hospital .
Laird hefur alveg einstakt lag á því að fara í fínustu taugarnar á Ned .
Veistu svarið ? Fyrir utan að leika saman í Why Him ? og tveimur öðrum myndum eiga þeir James Franco og Bryan Cranston það sameiginlegt að hafa báðir hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki karla . Í hvaða myndum ?
Af einhverjum ástæðum hefur tengdasonurinn tilvonandi allt önnur og mun rómantískari áhrif á eiginkonu Neds en hann sjálfan .
30 Myndir mánaðarins
Trumbo og 127 Hours .