Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 22
Underworld: Blood Wars
Þessari styrjöld verður að ljúka!
Vampíru- og varúlfabaninn Selena, sem sjálf er vampíra gædd
yfirnáttúrulegum kröftum og hæfileikum, sver þess eið ásamt
sínum helsta bandamanni, David, og föður hans Thomasi, að
ganga endanlega á milli bols og höfuðs á gjörvallri varúlfaættinni, ófreskjunum sem þeim fylgja og vampírunum sem
sviku hana, jafnvel þótt það geti kostað hana sjálfa lífið.
Blood Wars er eins og flestir vita fimmta myndin í Underworldævintýraseríunni þar sem varúlfar og vampírur berjast um yfirráðin
í undirheimunum ásamt ýmsum forynjunum í liðum beggja og
svo auðvitað vampírunni Selenu sem Kate Beckinsale leikur hér á
ný og er staðráðin í að ljúka styrjöldinni í eitt skipti fyrir öll um leið
og hún leitar hefnda gegn þeim sem myrtu fjölskyldu hennar.
En baráttan um völdin og yfirráðin snýst ekki bara um þau heldur
vilja bæði varúlfarnir og ákveðnar vampírur komast yfir blóð
Selenu svo þeir geti skapað ný og nánast ósigrandi eintök af sjálfum sér. Takist þeim það er úti um Selenu og hennar bandamenn ...
Underworld: Blood Wars
Spennumynd/Ævintýri
Vampíru- og varúlfabaninn Selena er ákveðin í að sigra í stríðinu en til
að svo megi verða þarf hún nú að ganga beint inn í greni óvinanna.
91
mín
Aðalhlutverk: Kate Beckinsale, Theo James, Lara Pulver, Charles
Dance, Tobias Menzies, Alicia Vela-Bailey og James Faulkner
Leikstjórn: Anna Foerster Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó,
Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Bíóhöllin, Króksbíó og Ísafjarðarbíó
Frumsýnd 2. desember
Veistu svarið?
Breska leikkonan Kate Beckinsale lék í fyrstu
Underworld-myndinni árið 2003 og hitti þá
um leið höfund sögunnar sem jafnframt var
leikstjóri myndarinnar. Svo fór að þau Kate
gengu í hjónaband ... en hvað heitir maðurinn?
Myndir mánaðarins
Fyrsta Underworld-myndin var fumsýnd árið 2003 og sú næsta,
Underworld: Evolution árið 2006. Þriðja myndin, Underworld: Rise of
the Lycans kom í bíó 2009 og sú fjórða, Awakening, árið 2012. Hver
þessara mynda var gerð fyrir tæplega fimmtíu milljónir dollara að
meðaltali en þær hafa nú samtals halað inn meira en fimm hundruð
milljónir dollara í kvikmyndahúsum heimsins. Þess má geta að
Underworld: Blood Wars verður víðast hvar ekki frumsýnd fyrr en
eftir áramót, þ. á m. í Bandaríkjunum og Bretlandi, og eru íslenskir
aðdáendur seríunnar því á meðal þeirra fyrstu sem fá að sjá hana.
Eins og í mynd fjögur, Awakening, leikur Theo James vampíruna
David, sem ásamt föður sínum er helsti bandamaður Selenu.
Len Wiseman.
22
Punktar ....................................................
l