Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 20

Allied Er þetta kannski bara einhver leikur? Breskur leyniþjónustumaður, Max Vatan, heldur til Marokkó til að taka hættulegan nasistaforingja af lífi og fær sér til aðstoðar frönsku andspyrnukonuna Marianne Beauséjour. Verkefnið heppnast eins og best verður á kosið og í framhaldinu verða þau Max og Marianne ástfangin, giftast og eignast barn. En þá gerist nokkuð sem umturnar lífi þeirra. Allied er nýjasta mynd meistaraleikstjó rans og Óskarsverðlaunahafans Roberts Zemeckis en hann á að baki margar af þekktustu, bestu og vinsælustu myndum síðari ára eins og Back to the Futureseríuna, Forrest Gump, Death Becomes Her, Romancing the Stone, Contact, What Lies Beneath, Cast Away, A Christmas Carol, Flight og The Walk. Í þetta sinn segir hann okkur magnaða sögu eftir Steven Knight (Eastern Promises, Peaky Blinders, Locke) sem gerist í síðari heimsstyrjöldinni, byrjar sem stríðssaga, þróast út í ástarsögu og breytist síðan í ekta njósnasögu með tilheyrandi kapphlaupi við tímann þar sem hver sekúnda telur og ekkert er eins og það sýnist ... Allied Þau Max og Marianne hittast upphaflega þegar þau taka bæði þátt í sama stórhættulega verkefninu í Marokkó. Spennumynd/Njósnasaga 124 mín Aðalhlutverk: Brad Pitt, Marion Cotillard, Jared Harris, Lizzy Caplan, Simon McBurney, Matthew Goode, Camille Cottin og Anton Lesser Leikstjórn: Robert Zemeckis Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllin Akranesi Frumsýnd 1. desember Punktar .................................................... HHHHH - New York Observer HHHHH - RogerEbert.com HHHH1/2 - L.A. Times HHHH - E.W. HHHH - Time Í upphaflegri sögu Stevens Knight var Max franskættaður Kanadamaður en var breytt í Breta þegar Brad Pitt tók hlutverkið að sér. l Hermt er að fatastíll og sviðsetning í fyrsta hluta myndarinnar sem gerist í Marokkó hafi sótt innblásturinn í hina frægu mynd Casablanca með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í aðalhlutverkum og að Allied sé í raun að hluta til óður til rómantískra njósna- og stríðsmynda frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. l Svo fer að ástir takast með þeim Max og Marianne og þau flytja til Englands, giftast og eignast saman barn. Veistu svarið? Þau Brad Pitt, Marion Cotillard og Robert Zemeckis hafa fengið sinn Óskarinn hvert, Brad fyrir myndina 12 Years a Slave, Marion fyrir myndina La Vie en Rose, en fyrir hvaða mynd fékk Robert verðlaunin? Þegar yfirmenn Max tekur að gruna að Marianne sé í raun þýskur njósnari fær hann 72 klst. til að komast að því sanna. Forrest Gump. 20 Myndir mánaðarins