Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 12
Leiknir söngvarar
Stefanía Svavarsdóttir söngkona sem er einnig að talsetja hér sitt
fyrsta stóra hlutverk en hún hafði áður sungið inn á myndina Tröll.
Mína er í ensku útgáfunni leikin af söngkonunni Tori Kelly sem
rétt eins og Stefanía er í sinni fyrstu talsetningu í Syngdu.
Það verður heldur betur margt um dýrin á sviðinu þegar
þau eru þar flest og þeim Buster og eðlunni Klóra er vandi á
höndum að velja þau dýr úr sem eiga heima í aðalkeppninni.
Teiknimyndin Sing, eða Syngdu eins og hún heitir að sjálfsögðu í
íslenskri þýðingu, er ein af jólamyndum kvikmyndahúsanna og
verður frumsýnd á öðrum degi jóla, 26. desember.
Myndin segir frá söngvakeppni dýra í dýrabæ einum, en keppnin
er til komin vegna þess að eigandi eina leikhússins í bænum, kóalabangsinn Buster, þarf að gera eitthvað til að bjarga rekstrinum og
fær þá þessa hugmynd – að halda söngvarakeppni.
Fjölmörg dýr eiga síðan eftir að skrá sig í prufurnar og eins og
gengur eru þau auðvitað misgóðir söngvarar. Að lokum standa
svo þau bestu upp úr og til að eiga möguleika á sigri þurfa þau
í framhaldinu að taka þátt í lokakeppninni á sviði fyrir fullu húsi.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson talar fyrir eina af persónunum.
Eins og nærri má geta er mikil tónlist í Syngdu og hermt er að
í henni gefi að heyra a.m.k. 85 heimsþekkt lög sem eru allt frá
fimmta áratug síðustu aldar til vorra tíma. Af þessu tilefni ákvað
leikstjóri íslensku talsetningarinnar, Hjálmar Hjálmarsson, að
leggja áherslu á að fá til liðs við sig leikara sem jafnframt eru
söngvarar og eru sumir þeirra að talsetja mynd í fyrsta skipti.
12
Stefanía Svavarsdóttir: Fyrsta talsetning hennar.
Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er einnig einn þeirra sem
talsetur í Syngdu en hann talar í henni fyrir broddgöltinn Lansa
(Lance), unnusta pönk-broddgaltarstelpunnar Ashleyar, en fyrir
hana talar Salka Sól Eyfeld sem er orðin reyndur talsetjari. Í sömu
hlutverkum í ensku útgáfunni eru þau Beck Bennett og Scarlett
Johansson. Þess má geta að Eyþór talar líka fyrir eðluna Klóra
(Crawley) sem Garth Jennings talar fyrir í ensku útgáfunni.
Aðrir sem talsetja í Syngdu eru
meira og minna reynsluboltar
eða eru á leið að verða það,
s.s. Rúnar Freyr Gíslason sem
talar fyrir kóalabjörninn og
leikhúseigandann Buster (Matthew McConaughey í ensku
útgáfunni), Edda Björgvinsdóttir
sem talar fyrir kindina Nönu
(Jennifer Saunders), Ævar Þór
Benediktsson sem talar bæði fyrir
Mikka mús (Seth MacFarlane)
og afa Mínu (Jay Pharoah),
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Salka Sól: Orðin reynslubolti!
sem talar fyrir svínið Rosítu
(Reese Witherspoon), Orri Huginn Ágústsson sem talar bæði
fyrir sauðinn Edda (John C. Reilly) og svínið Gunter (Nick Kroll),
Steinn Ármann Magnússon sem talar fyrir górillupabbann Markús
(Peter Serafinowicz), Valdimar Flygenring sem talar fyrir svínið
Norman (Nick Offerman) og Magnús Ragnarsson sem talar fyrir
fréttahaukinn Bob, en við erum ekki viss um hver talar fyrir hann
í ensku útgáfunni þar sem í enskum kreditlista myndarinnar eru
nokkrir leikarar í ótilgreindum hlutverkum.
Það gildir t.d. um Unnstein Manúel Stefánsson, söngvara og
gítarleikara í Retro Stefson. Unnsteinn hefur að vísu áður sungið
inn á talsetta mynd en aldrei fyrr ljáð persónu myndar rödd sína
að öðru leyti. Í Syngdu fer hann með hlutverk górillunnar Jonna
(Johnny) og svo skemmtilega vill til að sá sem talar fyrir Jonna í
ensku útgáfunni, Taron Eggerton, er einnig að talsetja í fyrsta sinn.
Síðan ber að nefna þau Írisi Tönju Flygenring sem er tiltölulega
nýútskrifuð í faginu en hefur samt talað inn á nokkrar teiknimyndir áður og hinn tólf ára leikara og söngvara Matthías Davíð
Matthíasson. Íris talar fyrir Becky og Matthías fyrir Caspar en það
er ekki tekið fram í enska kreditlistanum hverjir tala fyrir þau í
ensku útgáfunni.
Sömu sögu er að segja af Bryndísi Ásmundsdóttur, „Tinu Turner
Íslands“. Hún er hér að talsetja í fyrsta sinn og talar fyrir móður
indversku fílastelpunnar Mínu (Meena), en það er Leslie Jones
sem talar fyrir hana í ensku útgáfunni. Með hlutverk Mínu fer svo
Við viljum svo að lokum hvetja alla til að skella sér á Syngdu.
Myndir mánaðarins
Og þá eru bara ónefndir kóngarnir tveir, Hjálmar Hjálmarsson,
sem jafnframt leikstýrir og Laddi, en þeir hafa talað inn á svo
margar myndir í gegnum árin að þær eru orðnar óteljandi!