Myndir mánaðarins Desember 2016 tbl. 27-1 Bíóhluti | Page 10
Bíófréttir – Væntanlegt
Ótal tár á hvarmi
Það var mikið um dýrðir í London á dögunum
þegar myndin Lion var frumsýnd með pompi og
prakt, en á rauða dregilinn voru m.a. mætt þau
Dev Patel sem leikur aðalsöguhetjuna, Saroo
Brierley þegar hann er orðinn fullorðinn, og
Nicole Kidman, sem leikur fósturmóður hans. Er
ljósmyndin hér fyrir ofan tekin við það tilefni.
Fyrir hinar almennu frumsýningar á Lion um allan
heim hafði hún gengið vel á kvikmyndahátíðum
en óhætt er að segja að velgengni hennar núna
í kvikmyndahúsum beggja vegna Atlantshafsins
hafi samt verið framar vonum aðstandenda.
Vafalaust á hinn almenni rómur stóran þátt í
þessari frekari velgengni Lion, en eins og flestir
vita núna kemst enginn sem myndina sér hjá
því að fella tár yfir sögunni, fyrst vegna örlaga
Saroos sem ungs drengs (stórkostlega leikinn af
hinum kornunga Sunny Pawar) og síðan þegar
leit hans að fjölskyldunni ber loksins árangur.
En þess utan er hin sanna saga myndarinnar
bara svo einstaklega vel framsett og svo áhrifarík
að fólk heillast algjörlega af henni. Þetta er mynd
sem fólk gleymir alveg örugglega ekki í bráð.
„Vísindaskáldsöguskrímslahasarmynd
byggð á staðreyndum“
Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting ríki nú á meðal kínverskra kvikmynda- og ævintýraunnenda sem hlakka til 16. desember þegar nýjasta mynd
meistaraleikstjórans Yimous Zhang, The Great Wall, verður frumsýnd í nánast
hverju einasta kvikmyndahúsi landsins. Kínverjar elska ævintýra-, bardaga- og
hasarmyndir umfram annars konar bíómyndir og þá ekki síst ef sögurnar eru
sóttar í einhverja af ótal þjóðsögum þeirra. Þessum stóra hóp sinnir Zhang
í The Great Wall, en hún er um leið fyrsta myndin sem hann gerir á ensku,
langdýrasta mynd sem hann hefur nokkurn tíma gert og langdýrasta mynd
sem framleiðendur í Hollywood hafa gert í Kína.
Matt Damon fer með aðalhlutverkið, hinn vígfima William Garin, en myndin
gerist fyrir u.þ.b. 1000 árum og lýsir Zang henni sjálfur sem vísindaskáldsöguskrímslahasarmynd byggðri á staðreyndum. „Það sem ég á við er að þótt
sagan sé vissulega skáldskapur og ævintýrahasar með skrímslum, þá er allur
grunnurinn, t.d. varðandi byggingu Kínamúrsins, menningu, verslunarhætti
og þess háttar á þessum slóðum á þessum tíma byggður á sögulegum staðreyndum og gögnum og því alls enginn skáldskapur þótt sagan sé það.“
Við förum ekki nánar út í söguþráðinn hér en bendum áhugasömum á að kíkja
á nýjustu stiklu myndarinnar sem er vægast sagt mögnuð ein og sér. The Great
Wall verður að öllum líkindum frumsýnd hér á landi í byrjun janúar.
Keppir að Óskarstilnefningu
Ben Affleck hlaut Óskarsverðlaunin fyrir síðustu mynd sem hann
gerði, Argo, og væri sennilega til í að fá önnur fyrir Live By Night.
10
Myndir mánaðarins
Ben Affleck hefur ekki látið deigan síga að undanförnu
og fyrir utan að leika Batman í tveimur myndum og svo
aðalhlutverkið í The Accountant (sem mörgum finnst
besta mynd ársins) hefur hann verið upptekinn allt
árið 2016 við gerð sinnar eigin myndar, Live By Night,
sem er gerð eftir einni af skáldsögum Dennis Lehane,
þess sama og skrifaði Mystic River, Shutter Island, Gone
Baby Gone og The Drop. Í upphafi ársins var stefnt að
því að frumsýna Live By Night í desember, en hún er
nú með frumsýningardagsetninguna 13. janúar. Samt
sem áður verður hún sýnd í a.m.k. einu kvikmyndahúsi
í Bandaríkjunum þann 25. desember, gagngert til að
mæta þeim skilyrð