Vatnsberinn 20 . jan . - 18 . feb . |
Tvíburarnir 21 . maí - 21 . júní |
Vogin 23 . sept . - 23 . okt . |
Þú finnur fyrir vaxandi þrýstingi í hægri sköflungnum sem bendir til að þú þurfir að fá þér ný gleraugu . Mundu eftir að gera nokkur góðverk á leiðinni heim aftur . |
Þú leggur saman tvo og tvo , bætir við fimm , margfaldar með sjö , dregur þrjá frá og færð út sextíu og tvo enda hefurðu aldrei verið sleip ( ur ) í reikningi . Borðaðu meira af lifur . |
Það sést óvenjuskýrt í stjörnunum að þessu sinni hvað gerist í þínu lífi á næstunni en því miður er plássið hér of lítið til að fara yfir það allt . Það gengur vonandi betur næst . |
Í apríl verða liðin tíu ár síðan þau Dwayne Johnson og Dany Garcia ákváðu að binda enda á hjónaband sitt eftir sautján ára samveru sem gat m . a . af sér dótturina Simone Alexöndru árið 2001 , en ástæða skilnaðarins var að Dwayne varð ástfanginn af annarri konu , Lauren Hashian , sem hann hóf þegar sambúð með ( og býr enn með ). Ferill Dwaynes var þá kominn vel á veg og hafði hann nýlokið við að leika töffarann Agent 23 í myndinni Get Smart . Á þessum tímamótum ákvað Dany , sem hafði séð um viðskiptahliðina á ferli Dwaynes og hélt því áfram eftir skilnaðinn , að skella sér sjálf út í framleiðslubransann sem hún hafði fengið nasasjón af í gegnum vaxandi vinsældir Dwaynes og fékk fljótlega starf í framleiðsluteymi heimildarmyndanna Theater of War og Racing Dreams og bíómyndarinnar Lovely , Still eftir Nicholas Fackler . Þessar myndir þóttu allar mjög góðar og til að gera langa sögu styttri fór svo að leiðir þeirra Dwaynes lágu enn og aftur saman árið 2011 , |
þremur árum eftir skilnaðinn þegar Dany ákvað að framleiða myndina Snitch sem Dwayne lék aðalhlutverkið í . Samstarf þeirra gekk mjög vel og eftir að hafa lokið við samningsbundna framleiðslu á sjónvarpsseríunum Wake Up Call og Clash of the Corps varð Dany ein af aðalframleiðendum myndanna Baywatch og Jumanji : Welcome to the Jungle sem Dwayne lék aðalhlutverkin í eins og flestir vita . Og samstarfið hefur blómstrað enn frekar því Dany framleiðir og mun framleiða næstu myndir Dwaynes , t . d . Rampage ( sem er einmitt frumsýnd núna í apríl ), Big Trouble in Little China , Jumanji 2 , Skyscraper , Fighting with My Family og Red Notice , en þær eru allar væntanlegar í bíó innan þriggja ára . Það má því með sanni segja að þau Dwayne og Dani hafi fundið ástina á ný , bara á öðru sviði . Þess má geta að Dwayne og eiginmaður Dany í dag , Dave Rienzi , eru bestu vinir en Dave er einn af aðalaðstoðarmönnum hans . |
Það eru liðin átta ár síðan skoska leikkonan Karen Gillan skaust upp á stjörnuhimin breskra sjónvarpsþátta þegar hún birtist fyrst á skjám landsmanna sem Amy |
Pond í hinum vinsælu þáttum um tímaferðalanginn dr . Who . Karen , sem þá var 22 ára , var nánast óþekkt en henni hafði áður tekist að landa smáhlutverki í einum þættinum sem síðan leiddi til þess að hún kom til greina í aðalhlutverkið þegar skipt var um aðalleikkonu árið 2009 . Hún lék síðan Amy Pond í 36 þáttum og hefur síðan gert það gott í ýmsum myndum , þar á meðal sem Nebula í Guardian of the Galaxymyndunum og núna síðast sem Martha í Jumanji : Welcome to the Jungle . Þess má geta að hún mun leika Nebulu á ný í næstu tveimur Avengers-myndum , Infinity War og þeirri sem frumsýnd verður að ári en hefur ekki enn hlotið nafn .
Þann 3 . apríl eru liðin nákvæmlega 50 ár frá því að tvær af merkustu vísindaskáldsögum kvikmyndasögunnar voru frumsýndar í bandarískum kvikmyndahúsum , þ . e . 2001 : A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick og Planet of the Apes eftir Franklin J . Schaffner . Báðar þóttu þessar myndir og þykja enn tímamótaverk , hvor á sínu sviði , ekki síst hvað varðar tæknibrellur og förðun enda hlaut sú fyrrnefnda Óskarsverðlaunin fyrir brellurnar og Apaplánetan
|
sömu verðlaun fyrir förðun . Var það reyndar í fyrsta sinn sem Óskarinn var veittur í síðarnefnda flokknum . Myndirnar urðu líka á meðal vinsælustu mynda ársins í Bandaríkjunum og víðar , 2001 : A Space Odyssey í fyrsta sæti og Apaplánetan í því níunda . Og fyrst við minnumst á það má nefna að hinar átta myndirnar á topp tíu-vinsældalistanum árið 1968 , myndir sem eru fimmtugar á þessu ári , eru í réttri röð : Funny Girl , The Love Bug , The Odd Couple , Bullitt , Romeo and Juliet , Oliver !, Rosemary ’ s Baby og Night of the Living Dead , en tvær þær síðastnefndu má líka flokka sem tímamótaverk á sviði hrollvekja .
Þann 4 . apríl hefði Heath Ledger orðið 39 ára ef hann hefði lifað en tíu ár eru nú liðin frá dauða hans . Heath er enn eini leikarinn í sögunni sem hefur hlotið Óskarsverðlaunin eftir dauða sinn .
|
|||||||
6 Myndir mánaðarins |