Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 30

Hefurðu séð þessar ?
Thor : Ragnarök
Aðdáendur Avengers-myndanna og ofurhetjumynda yfirleitt eru flestir sammála um að Thor : Ragnarök sé ein fyndnasta ofurhetjumyndin hingað til þótt auðvitað sé enginn afsláttur gefinn af hasarnum og viðburðaríkri sögu . Hér lendir Þór og nokkrir félagar hans í heljarinnar átökum þar sem örlög Ásgarðs eru undir .
Ævintýri / ofurhetjur
Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum
Jólin eru á næsta leiti og þeir Dusty og Brad hafa náð sáttum , auk þess sem Dusty er í raun kominn í stöðu Brads eftir að hafa kvænst Karen sem á dóttur með fyrrverandi eiginmanni sínum , Roger . Nú hlakka þeir bjartsýnir til jólanna en það breytist snarlega þegar feður þeirra koma í heimsókn og Roger snýr aftur heim !
Gamanmynd
Daddy ’ s Home 2
Wonder
Wonder er byggð á verðlaunasögu R . J . Palacio og segir frá hinum 10 ára Auggie sem vegna Treacher Collins-heilkennisins er afmyndaður í andliti og hefur þess vegna alist upp í verndaðra umhverfi en flestir gera . Nú er hins vegar komið að því að hann fari í bekk í venjulegum skóla . Toppleikarar í sérstaklega vandaðri mynd .
Drama / fjölskyldumynd
Kvikmyndin I , Tonya , sem án vafa er ein besta mynd ársins 2017 , snýst að stórum hluta um þann fræga atburð þegar ráðist var á bandarísku listskautadrottninguna Nancy Kerrigan í ársbyrjun 1994 og tilraun gerð til að fótbrjóta hana . En á bak við það mál voru aðrir málavextir sem fjölmiðlar fjölluðu ekki um .
Sannsögulegt
I , Tonya
Murder on the Orient Express
Hercule Poirot er á leið til Vestur-Evrópu með Austurlandahraðlestinni ásamt fleiri farþegum . Nótt eina er einn þeirra myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu fær Hercule tíma til að raða saman sönnunargögnunum áður en lögreglan kemur um borð . Ein besta Agöthu Christie-morðgátan .
Morðgáta
Geostorm
Geostorm gerist í náinni framtíð þegar menn hafa smíðað risastórt net gervihnatta og geta með þeim stjórnað veðrinu . Þegar kerfið bilar kemur það í hlut sveitar Jakes Lawson að finna orsökina . En Jake kemst fljótlega að því að „ bilunin “ er engin bilun heldur upphafið að mannskæðri hryðjuverkaárás .
Vísindaskáldsaga / hasar
Litla vampíran
Anton er þrettán ára gamall strákur sem myndi gefa mikið fyrir að hitta eins og eina vampíru . Honum verður að ósk sinni þegar hann vingast við jafnaldra sinn Runólf , en hann er vampíra sem býr í gömlum kirkjugarði . En hætta steðjar að þegar hinn ógnvekjandi vampírubani Rökkfinnur mætir á svæðið !
Paris Can Wait
Létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd um eiginkonu bandarísks viðskiptamanns sem eftir viðskiptafund í Nice ákveður að fara landleiðina til Parísar í boði viðskiptafélaga eiginmannsins í stað þess að fljúga . Þetta reynist ákvörðun sem hún mun aldrei sjá eftir svo lengi sem hún lifir .
Teiknimynd Gaman / rómantík Vísindaskáldsaga
Blade Runner 2049
Blade Runner 2049 er sjálfstætt framhald myndarinnar Blade Runner frá árinu 1982 og gerist 30 árum síðar þegar menn hafa fullkomnað þá tækni að framleiða nákvæmar eftirlíkingar af fólki til að sjá um hættulegustu störfin uns líftími þeirra er á enda . En hvað gerist ef eftirlíking fær sjálfstæðan lífsvilja ?
Undir trénu
My Little Pony : Bíómyndin
The Foreigner
Undir trénu er kolsvört kómedía með þrillerívafi en hér segir frá hjónunum Ingu og Baldvini sem lenda í stigvaxandi deilum við nágranna sína vegna trés á lóð þeirra fyrrnefndu sem er farið að skyggja á lóð og sólpall þeirra síðarnefndu . Hvað er það versta sem getur gerst þegar svona mál koma upp ?
Lífið í höfuðborg smáhestanna einkennist af gleði , söng , ævintýrum og órjúfanlegum vinaböndum . En þegar hin valdagráðuga og vonda Tempest Shadow ákveður að taka völdin ásamt ófrýnilegum þjónum sínum neyðast smáhestarnir undir forystu prinsessunnar góðu , Skystar , til að grípa til sinna ráða .
Eftir að yngsta dóttir veitingastaðareigandans Quangs lætur lífið í sprengjuárás IRA í London leitar hann til leyniþjónustunnar til að fá uppgefið hverjir séu grunaðir um verknaðinn , enda ákveðinn í að ganga á milli bols og höfuðs á þeim sjálfur . Hörkugóð mynd með Jackie Chan og Pierce Brosnan í aðalhlutverkum .
Gamandrama
Teiknimynd
Spennumynd / hasar
The LEGO Ninjago Movie
American Made
Paddington 2
Langt , langt í burtu er eyjan og borgin Ninjago . Þar búa þau Lloyd , Jay , Kai , Cole , Zane og Nya sem á daginn þurfa að glíma við skólann , skólalífið og öll hin hversdagsmálin en á kvöldin við alls konar skrímsli og óvætti sem herja á Ninjago auk hins valdagráðuga og illa Lords Garmadon – sem er faðir Lloyds .
Oft er sagt að sannleikurinn geti verið ótrúlegri en skáldskapur og það sannast í myndinni American Made sem segir kostulega sögu flugmannsins , eiturlyfjasmyglarans og CIA-uppljóstrarans Barrys Seal sem Tom Cruise þykir leika af snilld , en hann átti eftir að skekja bandaríska stjórnkerfið hressilega innan frá !
Önnur bíómyndin um góðhjartaða , ljúfa en dálítið óheppna bangsann Paddington er snilldarverk eins og fyrri myndin og um leið alveg dásamleg skemmtun fyrir fólk á öllum aldri . Hér lendir hann í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem hann ætlaði að kaupa handa frænku sinni í afmælisgjöf .
Kubbamynd
Sannsögulegt
Fjölskyldumynd
The Snowman
Kingsman : The Golden Circle
Emoji-myndin
Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Hole fær til rannsóknar hvarf ungrar móður kemst hann fljótlega að því að málið tengist eldri morðmálum þar sem ungar mæður voru myrtar í vetrarbyrjun – um það leyti sem fyrsti snjórinn féll . The Snowman er byggð á víðfrægri sakamálasögu eftir Jo Nesbø .
Eftir að höfuðstöðvar Kingsman-leyniþjónustunnar í Bretlandi eru sprengdar í tætlur leita þeir Gary „ Eggsy “ Unwin og Merlin til bandarísku Statesman-leyniþjónustunnar til að fá aðstoð starfsmanna hennar í baráttunni við hættulegasta óvin mannkyns til þessa , glæpasamtökin Gullna hringinn .
Broskallinn Gene býr ásamt aragrúa alls kyns tákna í Emoji-borg á milli appanna í símanum . Gene er svokallað „ meh “ - tákn en hefur litla stjórn á svipbrigðum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að vandamálinu . Hvað getur Gene gert í málinu ?
15
Sakamál / ráðgáta
Grínhasar
Teiknimynd
Goodbye Christopher Robin
Einstaklega góð , vel leikin og áhrifarík mynd um breska rithöfundinn Alan Alexander Milne , eiginkonu hans , Daphne , og son þeirra , Christopher Robin , en það var einmitt hann og bangsinn hans sem varð Alexander innblásturinn að bókunum um Bangsímon og vin hans , Christopher Robin .
Trumbo
Dalton Trumbo var einn af hæfileikaríkustu handritshöfundunum í Hollywood um miðja síðustu öld og náði því að verða hæst launaði handritshöfundur í heimi . Það er Bryan Cranston sem leikur Trumbo en hann var tilnefndur fjölda verðlauna fyrir það , þ . á m . til BAFTA- , Golden Globe og Óskarsverðlauna .
Sannsögulegt Sannsögulegt Sannsögulegt
Marshall
Frábær mynd um Thurgood Marshall sem árið 1967 varð fyrsti maðurinn af afrískum uppruna sem skipaður var hæstaréttardómari í Bandaríkjunum . Áður en það gerðist hafði hann skapað sér nafn sem einn besti mannréttindalögmaður landsins og í þessari mynd er fjallað um eitt af fyrstu málum hans .
30 Myndir mánaðarins