Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 20
A Tale of Love and Darkness – The von Trapp Family: A Life of Music
A Tale of Love and Darkness
Hugsaðu þig tvisvar um
Það er óhætt að segja að Natalie Portman hafi ekki ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur þegar hún ákvað að hennar fyrsta mynd sem leikstjóri yrði
gerð eftir einni frægustu bók ísraelska metsöluhöfundarins Amozar Oz.
A Tale of Love and Darkness er æskusaga Amozar en hann fæddist í Jerúsalem 4.
maí árið 1939 og ólst þar upp. Foreldrar hans, þau Fania og Yehuda Arieh, voru af
pólsku og litháísku bergi brotin og höfðu hist þegar þau stunduðu nám í He-
breska háskólanum í Jerúsalem. Svo fór, eftir að faðir Faniu varð gjaldþrota, að
þau hjón ákváðu að setjast að í borginni til framtíðar. Amoz upplifði því í æsku
sinni þegar Bretar slepptu hendinni af Palestínu, stofnun Ísraelsríkis og átökin
sem hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í kjölfarið og enn sér ekki fyrir endann á ...
Punktar ............................................................................................
HHHH - L.A. Times HHH 1/2 - Rolling Stone HHH 1/2 - Entert. Weekly
HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - Empire HHH 1/2 - N.Y. Times
Natalie Portman keypti kvik-
myndaréttinn að bók Amozar árið
2007 og ákvað strax að hún yrði
hennar fyrsta leikstjórnarverkefni.
Hún skrifaði enn fremur handritið.
l
Sjálf er Natalie Portman fædd
í Jerúsalem árið 1981 og má því
segja að sögusvið myndarinnar
sé hennar eigin heimavöllur. Þess
má geta að Natalie talar, rétt eins
og aðalpersónur sögunnar, rithöf-
undurinn Amoz og foreldrar hans,
mörg tungumál, þ. á m. hebresku.
l
VOD
95
mín
Aðalhlutv.: Natalie Portman, Gilad Kahana, Amir Tessler og
Moni Moshonov Leikstj.: Natalie Portman Útg.: Myndform
13. apríl
Sannsögulegt
Amir Tessler leikur Amoz og Natalie Portman
leikur móður hans, Faniu, en hún og hennar
hugarheimur er aðalviðfangsefni sögunnar.
The von Trapp Family: A Life of Music
Hin sanna saga elstu Trapp-dótturinnar
Mynd þessi er byggð á sjálfsævisögu Agöthu von Trapp, elstu dóttur Georg
von Trapp og Agöthu Whitehead, en hún var nefnd Liesl í myndinni frægu,
The Sound of Music, sem gerð var árið 1965 og er sögulega ónákvæm.
Þótt The Sound of Music hafi verið byggð á bók Mariu Augustu Kutschera sem
giftist George von Trapp árið 1927 og tók sér eftirnafn eiginmannsins þá er sagan
í henni að mörgu leyti víðsfjarri sannleikanum nema í grunnatriðunum. Þess utan
er það vitað að börn George, fósturbörn Mariu, voru ekki á eitt sátt við hennar
sjónarhorn. Í sinni sögu segir Agatha frá uppvaxtarárum sínum áður en móðir
hennar lést árið 1922 úr skarlatssótt og hvernig það bar til að Maria kom inn í
fjölskylduna. Enn fremur lýsir hún sinni upplifun af þeim pólitísku deilum sem
faðir hennar átti í við þýsku stjórnina og hvernig þær deilur urðu til þess að fjöl-
skyldan þurfti að flýja land. Myndin þykir afar vel gerð og þeir sem vilja kynna sér
hina raunverulegu sögu von Trapp-fjölskyldunnar verða ekki fyrir vonbrigðum.
VOD
98
mín
Aðalhl.: Eliza Bennett, Matthew Macfadyen, Yvonne Catterfeld
og Rosemary Harris Leikstj.: Ben Verbong Útg.: Myndform
Sannsögulegt
20
Myndir mánaðarins
13. apríl
Yvonne Catterfield, Matthew Macfayden og Eliza Bennett leika þau Mariu, George og Agöthu.