Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti | Page 18
Blockers
Hana nú ...
Þegar þau Lisa, Mitchell og Hunter uppgötva að dætur þeirra,
Julie, Kayla og Sam, hafa bundist samkomulagi um að missa
meydóminn eftir útskriftarball menntaskólans ákveða þau að
gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það.
Blockers þykir alveg einstaklega fyndin og skemmtileg mynd sem
gagnrýnandi Variety, Joanna Robinson, sagði t.d. um í dómi sínum
að væri hið fullkomna svar nútímans við hinni nærri tuttugu ára
gömlu American Pie, einni af vinsælustu gamanmyndum ársins 1999.
Með því að snuðra skammlaust í einkaskilaboðum Julie dóttur sinn-
ar kemst Lisa að því að hún hefur ásamt vinkonum sínum Kaylu og
Sam ákveðið að öðlast sína fyrstu kynlífsreynslu eftir útskriftar-
ballið. Við það á Lisa erfitt með að sætta sig, svo og feður þeirra
Kaylu og Sam sem hún kallar á til að hjálpa sér að koma í veg fyrir
þessa hispurslausu áætlun. En hvernig í veröldinni fara þau að því?
Blockers
Þegar þau Hunter, Lisa og Mitchell uppgötva með siðlausu snuðri
(sem þau sjá ekkert athugavert við) að dætur þeirra ætla sér að missa
meydóminn eftir útskriftarballið ákveða þau að grípa til sinna ráða.
Gamanmynd
102
mín
Aðalhlutverk: John Cena, Leslie Mann, Ike Barinholtz, Kathryn
Newton, Gideon Adlon, Geraldine Viswanathan, Graham Phillips,
Miles Robbins og Jimmy Bellinger Leikstjórn: Kay Cannon
Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og
Keflavík og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 6. apríl
Punktar ....................................................
HHHH - TheWrap HHHH - The Film Stage HHHH - IGN
HHHH - Variety HHHH - H. Reporter HHHH - Vanity Fair
Blockers, sem verður frumsýnd á sama tíma hér og í Bandaríkjunum,
var forsýnd á South by Southwest-kvikmyndahátíðinni 10. mars.
Hafa þeir sem sáu hana þar gefið henni toppdóma og eru sammála
um að hún sé afar vel skrifuð og sérlega fyndin frá upphafi til enda.
l
Myndinni er leikstýrt af Kay Cannon og er hennar fyrsta leikstjórn-
arverkefni en Kay skrifaði m.a. handritin að fyrstu tveimur Pitch
Perfect-myndunum og sjónvarpsþáttum eins og 30 Rock og Girlboss.
l
Leslie Mann og Ike Barinholtz í einu atriði myndarinnar.
Veistu svarið?
Fyrrverandi wrestling-heimsmeistarinn John Cena
hefur heldur betur verið að færa sig upp á skaftið í
leiklistinni að undanförnu og sýnir hér að hann er
verulega góður gamanleikari, eins og hann sýndi
reyndar líka vel í sinni síðustu mynd. Hver var hún?
Dæturnar þrjár, Kayla, Julie og Sam ásamt piltunum Connor, Austin og
Chad sem þær ætla að eiga góðar stundir með eftir útskriftarballið.
Daddy’s Home 2.
18
Myndir mánaðarins