A Quiet Place Tryllir
A Quiet Place
Ekki gefa frá þér eitt einasta hljóð !
A Quiet Place gerist í náinni framtíð þegar einhvers konar óvættir hafa náð jörðinni á sitt vald og útrýmt meirihluta mannkyns . Þeir sem eftir lifa eru í bráðri lífshættu og þurfa að gæta þess að gefa ekki frá sér nein hljóð því ef þau gera það þá ráðast þessi skrímsli á þau . En hvernig er hægt að lifa án þess að gefa nokkurn tíma frá sér hljóð ? Svar : Það er ekki hægt .
Þegar þetta er skrifað hefur tryllirinn The Quiet Place bara verið sýndur á prufusýningum og benda viðbrögðin eindregið til að hér sé á ferðinni einhver mest spennandi mynd síðari ára en hún er sögð halda áhorfendum rígföstum frá upphafi til enda . Handritið , sem er eftir þá Bryan Woods og Scott Beck , þykir mikil snilld en það var á topp tíu-lista bandarískra handritshöfunda árið 2016 , svokölluðum Tracking Board-lista , þar sem finna má þau handrit sem samtökin telja þau bestu hverju sinni og hafa ekki verið kvikmynduð . Sagt er að John Krasinski hafi hrifist mjög af þessu handriti ( sem innihélt upphaflega bara eina línu af mæltu máli ), svo og eiginkona hans , leikkonan Emily Blunt , og ákváðu þau að taka sjálf að sér aðalhlutverkin eftir að John var ráðinn sem leikstjóri .
Af þeim dómum gagnrýnenda sem hafa birst eftir prufusýningarnar er alveg ljóst að fólk sem kann að meta góðar spennumyndir og trylla á von á góðu þegar A Quiet Place kemur í bíó 6 . apríl ...
A Quiet Place Tryllir
95 mín
Aðalhlutverk : Emily Blunt , John Krasinski , Noah Jupe , Leon Russom , Millicent Simmonds og Cade Woodward Leikstjórn : John Krasinski Bíó : Sambíóin Álfabakka , Egilshöll , Kringlunni , Akureyri og Keflavík , Ísafjarðarbíó , Eyjabíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 6 . apríl
John Krasinski bæði leikstýrir myndinni og leikur eitt aðalhlutverkið , föðurinn Lee sem þarf stöðugt að hafa áhyggjur af því að börn hans og eiginkonunnar , Evelyn , gefi frá sér hljóð – sem yrði þeirra bani .
Punktar .................................................... l Þetta er í fyrsta sinn sem hjónin John Krasinski og Emily Blunt leika saman í bíómynd ef frá er talin myndin The Muppets árið 2011 þar sem þau léku reyndar hvort í sínum atriðunum en ekki saman .
Miðað við það orð sem fer af The Quiet Place er ljóst að hún á eftir að ganga vel í alla unnendur spennumynda og trylla .
Veistu svarið ? Aðalframleiðendur myndarinnar eru þeir Michael Bay og félagarnir Andrew Form og Bradley Fuller sem hafa m . a . sérhæft sig í gerð spennutrylla og framleiddu t . d . Purge-myndirnar tvær . Hvaða leikari fór með aðalkarlhlutverkið í fyrri Purge-myndinni ?
Emily Blunt leikur Evelyn og hin unga og stórefnilega Millicent Simmonds leikur hina heyrnarlausu dóttur hennar , Regan .
16 Myndir mánaðarins
Ethan Hawke .