Menntaskólinn í Reykjavík bæklingur | Page 3

Við bjóðum þig velkominn í Menntaskólann í Reykjavík NÁMIÐ Menntaskólinn í Reykjavík býr þig undir lífið og langskólanámið. Það er ætlast til mikils af þér. Skólinn gerir kröfur til þín sem námsmanns en um leið veitir hann þér alhliða menntun á flestum sviðum bóklegra greina. Kannanir hafa sýnt að nemendum skólans vegnar að jafnaði mjög vel í háskólanámi, hér á landi sem erlendis. HJÁ OKKUR FÆRÐU: • Yfirgripsmikla og góða almenna menntun • Traustan undirbúning undir háskólanám • Öflugt félagslíf • Nám í sögufrægum skóla í hjarta borgarinnar