Knattspyrna Ægir yngri flokkar 1. tölublað 2018 efni um knattspyrnu og starf yngr | Page 6

og einn iðkandi verði þátttakandi í íþróttuum fyrir

lífstíð. Einnig má benda á það að börn - og unglingar af erlendum uppruna eru ekki að skila sér sérlega vel inn í íþróttastarfið í dag.

Ekki er það þannig að það verði að fara í einhverja tilrauna starfsemi. Íþrótta módel sem þessi eru víða í gangi hér á landi og er vel látið af þeim. Þegar er horft til fjölda og aðra þætti sem eiga við okkur, þá virðist það blasa við að þetta er skref sem ætti að stíga öllum til hagsbóta.

Lykiliin er að allir komi að borðinu og vinni saman. Það er ljóst að mikil þekking og reynsla liggur hjá þeim sem þjálfa okkar iðkendur í dag.

Það er nú þannig að einfalt væri að setjast niður og skipuleggja þetta og setja af stað.

Rey Cup 2018