Knattspyrna Ægir yngri flokkar 1. tölublað 2018 efni um knattspyrnu og starf yngr | Página 2

Nú er það þannig að við erum með margar íþróttagreinar sem stundaðar eru hjá okkur í Þorlákshöfn. Það þarf ekki að skoða þessi mál lengi til að reka augun í það, að hugsanlega getum við staðið okkur enn betur. Sama uppleggið hefur verið á íþróttastarfinu svo áratugum skiptir. Aðstaðan hefur batnað mjög á síðustu árum og er það vel. Fjölnotahús væri gagnlegt og gott skref sem nýttist öllum í samfélaginu.

Það er lýðheilsu mál að við ölumst upp við þátttöku í íþróttum og íþróttastarfi. Því er það orðið tímabært að gera öllum okkar börnum - og unglingum kleift að stunda íþróttir. Tökum dæmi: Fjölskylda með 3 börn á skólaaldri, öll börnin vilja æfa 2 - 3 greinar. Það gengur ekki upp, hreinlega alltof dýrt. Með þessu formi okkar erum við að mismuna börnum - og unglingum. Þetta eru einmitt börnin sem stundum eru kölluð ,, skjá kynslóðin " það eru þessir krakkar sem þurfa á hreyfingu að halda. Nú er hver í eiginn ranni, í stað þess að horfa til þess að allir nemendur grunnskólans séu þátttakendur í íþróttastarfi. Hví að vera setja upp svo frábæra aðstöðu, ef ekki á að nýta hana sem best. Það módel sem kemur sér best fyrir okkur er að vera með Íþróttaskóla þar sem allar greinar eru æfðar, stundatafla er gefin út fyrir æfingar. Þjálfarar allra greina koma að þjálfun í skólanum. Iðkendur greiða eitt málamyndanna gjald fyrir þátttöku í skólanum. Markmiðið er að virkja sem flest börn- og unglinga á skólaaldri. Með því að kynnast og æfa ólíkar greinar verður hreyfifærni betri. Það aukast einnig stórlega líkur á því að hver og..

Hvernig getum við gert betur ?

Hér eru smá vangaveltur, sitt sýnist hverjum. Hvað finnst þér ?