Knattspyrna Ægir yngri flokkar 1. tölublað 2018 efni um knattspyrnu og starf yngr | Page 15

Hér er stutt yfirlit yfir síðasta ár okkar helstu verkefni.

Samstarfsfélög okkar eru:

Hamar í 7. 6.og flokki.

2. 3. 4. flokkur erum við í samstarfi við Hamar og Selfoss.

Mót sumarsins:

7. Flokkur.. jólamót og páskamót Hamars.. dagsmót í loftbólunni..

Vísmót þróttar var haldið í maí. Dagsmót í ausandi rigningu og Weetos mótið var haldið í lok ágúst í brakandi blíðu..ekki var áhugi fyrir Norðurálsmótinu á Akranesi. 7.flokkur keppti bara undir merkjum Ægis

5.flokkur..spilaði í sameiginlegu liði með Hamar. Jólamót, faxaflóamót, páskamót voru haldin á undirbúningstímabilinu..íslandsmót og N1 mót á Akureyri um sumarið.

6.flokkur..keppti bara undir merkjum Ægis á flestum mótum..jólamót og páskamót Hamars í loftbólunni..tvö lið frá okkur..Vísmót Þróttar fórum við með tvö lið frá okkur.. Orkumótið í Vestmannaeyjum var fyrir eldra árið..vorum með eitt lið og gekk vel. Margir leikir,mikið af mörkum og flottum tilþrifum við blautar aðstæður...yngra árið fór á Set mótið á Selfoss í og spilaði þar með Hamar..ekki margir leikmenn frá okkur en stóðu sig mjög vel. Enduðum sumarið svo á að fara á Weetos mótið í rjómablíðu. Tvö lið frá okkur og allir að spila vel.