5
Samningur við 7. bekk
Í vikunni kom Aldís bæjarstjóri og hitti nemendur í 7. bekk. Tilgangurinn var að undirrita árlegan samning milli nemenda og Hveragerðisbæjar.
Krakkarnir í 7. bekk sjá um að halda bænum okkar snyrtilegum með því að fara mánaðarlega út og týna upp rusl sem verður á vegi þeirra. Einnig sjá þau um losun á endurvinnanlegum efnum innan skólans. Þetta samstarf hefur gengið afar vel.