2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 7

afar vökulan andlitssvip . Þrátt fyrir að vera stuttfættur sé miðað við langan búk hans , þá er hann mjög liðugur og hreyfanlegur . Hann býr yfir jafnaðargeði , vinalegur án þess að vera stressaður eða árasargjarn . Hann er hraður og einbeittur veiðihundur með frábært lyktarskyn . Langhundurinn er til í þremur stærðum : standard , miniature og rabbit . Stærðarflokkun þeirra fer eftir brjóstmáli , þar sem standard er með brjóstmál 35 sm og yfir , miniature á bilinu 30-35 sm og rabbit eru þeir sem eru undir 30 sm . Flokkun samkvæmt mælingu fer fram eftir 15 mánaða aldur . Þá er hárafar þeirra einnig þrenns konar , snöggt , síðhært og strýhært . Langhundar þurfa ekki mikla feldhirðu , en hún er þó misjöfn eftir hárafari , minnst þarf að hafa fyrir þeim snögghærða en oft er nóg að strjúka yfir hann með rökum klút milli þess sem hann er baðaður til að halda honum hreinum . Gott er þó að hafa í huga að honum getur orðið kalt og því gott að eiga peysu fyrir hann að fara í á köldum dögum . Þeim strýhærðu þarf að kemba reglulega og eigi þeir að líta sem best út þarf að reita þá yfirleitt um tvisvar á ári . Síðhærðu langhundana þarf að greiða reglulega til að koma í veg fyrir flóka , auk þess að að baða þá og blása heldur oftar en hina svo þeir líti sem best út . Það getur verið munur á langhundum eftir hárgerð , oft er talað um að sá strýhærði sé þeirra harðastur og líklegastur til að koma sér í vandræði , sá síðhærði sé sá rólegi og yfirvegaði , og sá snögghærði sé þarna einhvers staðar á milli . Algengast er að langhundurinn sé rauður , þá að hann sé svartur með brúnum merkingum ( black and tan ). En einnig eru til brúnir ( chocolate ) og yrjóttir ( dapple ), en í mörgum tegundum er sá litur kallaður merle . Kolhærður ( brúnn eða rauður með svarta hárenda ), dökkbrúnn með ljósari brúnum merkingum ( chocholate and tan ). Þar sem rauðir hundar auk svartra með brúnum merkingum hafa verið vinsælastir í ræktun auk þess að hafa verið ræktaðir hvað lengst , þá er almennt viðurkennt að þeir beri með sér mestu gæðin hvað varðar byggingu . Brúnu ( chocolate ) hundarnir , sem eru í raun svartir hundar með „ dilute “ genaerfðir sem veldur því að svart verður brúnt , eru með brún nef sem er leyfð samkvæmt FCI . Einnig eru augu þeirra ljósari . En þar sem „ dilute “ genið er vandmeðfarið í ræktun þá eru alls ekki allir hrifnir chocolate litnum og vilja frekar nota arfhreinu heilu litina í sinni ræktun sem eru þá þeir rauðu og svartur með brúnum merkingum ( black og tan ). Yrjóttu ( dapple ) hundarnir eru til bæði í súkkulaði ( chocolate dapple ) og svo svartir og silfraðir sem kallast silver dapple eða silver merle í öðrum tegundum þar sem þessi litur þekkist . Bannað er að ræka saman tvo yrjótta einstaklinga ( double dapple ) vegna þess að þá koma oft upp ýmsir gallar í hvolpum , svo sem blinda , heyrnarleysi og fleira . Orsakast það af því að yrjótti liturinn er í raun það að litarefni húðar hundsins er yrjótt , sem veldur yrjóttum lit hans . Og ef sá eiginleiki er styrktur með því að tveir einstaklingar með þann eiginleika eru paraðir þá getur það valdið of litlu litarefni í húð . Ekkert litarefni í húð í innra eyra veldur svo heyrnarleysi og skortur á litarefni í auga veldur þá einnig blindu .
Heilsa og hreyfing
Langhundurinn er fjörugur orkubolti , honum finnst frábært að leika úti og fara í göngutúra , hann er fullkomlega fær um að fylgja fólkinu sínu eftir í flestu því sem það tekur sér fyrir hendur . Hann sættir sig vel við litlar íbúðir ef hann bara fær sína útrás , hvort sem það er í göngu eða boltaleik . Langhundurinn vill vera með fólkinu sínu og er ekki ánægður með að vera kennel hundur eða lokaður af mestallan daginn . Vegna þess hve þrjóskur hann er , getur oft verið erfitt að þjálfa hann , en hann er mjög klár og er ekkert sérlega hrifinn af miklum endurtekningum . Þess vegna þurfa hlýðniæfingar með þeim að vera skemmtilegar og fjölbreyttar . Bakvandamál ýmiskonar er helsti
C . I . E . ISShCh RW-14 Luna Caprese Immagine Allo Speccio Eigandi : Hallveig Karlsdóttir
Luna Caprese Signora Snob Eigandi : Edda Björk Ólafsdóttir
C . I . E . ISShCh ISW-13 RW-14 Sundsdal ´ s Wee Kind of Magic Eigendur : Arinbjörn Friðriksson & Margrét G . Andrésdóttir
Urso del Coruni Eigandi : Árni Hauksson
Sámur 2 . tbl . 44 . árg . júní 2016 · 7
ISShCh RW-14-15 Kingsens ‘ s Fineste Kastor Eigandi : Elín Þorsteinsdóttir