2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 6

ISShCh RW-14-15 Kingsens‘s Fineste Kastor, eig. Elín Þorsteinsdóttir Tegundakynning Dachshund - Langhundur Höfundur: Elín Þorsteinsdóttir Uppruni Dachshund, eða langhundur á íslensku kemur frá Þýskalandi þar sem hann var og er þekktur sem greifingjahundur, en það er bein þýðing þýska heitisins. Langhundar voru ekki einungis notaðir til að veiða greifingja heldur einnig dádýr, refi og kanínur. Stærð hundsins réði því til hvaða veiða þeir voru notaðir. Standard langhundurinn var notaður til veiða, á greifingjum og dádýrum, en minni hundarnir notaðir til veiða á á kanínum. Til þess að langhundurinn gæti sinnt vinnu sinni þurfti hann að hafa hugrekki til að fara ofan í holur bæði til að reka dýrin út eða jafnvel drepa þau. Langhundurinn þurfti einnig að vera þeim eiginleikum gæddur að veiða bæði ofan jarðar og neðan, í þeim tilgangi var einkennandi sköpulag hans mikilvægt. Langt skott 6 · Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 var nauðsynlegt svo auðvelt væri að draga hann úr holum, mikilvægar voru stórar framloppur sem auðvelduðu honum að grafa, djúpur brjóstkassi sem auðveldaði öndun og langt trýni jók getu hans að rekja slóð. Jafnvel geltið hafði þann tilgang að veiðimaðurinn ætti auðveldara með að finna hann. Um aldamótin 1800 var farið að rækta langhundinn meira sem gæludýr en veiðihund og varð hann vinsæll meðal kóngafólks um alla Evrópu. Langhundurinn er mjög vinsæll hundur um allan heim og er á meðal 10 vinsælustu hundategunda í heiminum, en enn eru nokkur lönd sem nota hann mikið til veiða, svo sem Frakkland. Almennt útlit og geðslag „Látið ekki blekkjast af langhundi“ sagði H.L Mencen eitt sinn, „hann er hálfur hundur á hæð, en einn og hálfur hundur á lengd. Þessi litli hundur með síðu eyrun er nógu harður til að takast á við greifingja, sem hann í raun var upphaflega ræktaður til og hvaðan hann hefur nafn sitt.“. Langhundurinn er lágvaxinn með stuttar lappir, en langur og sterklega byggður. Hann hefur stríðnislegt viðmót og C.I.E. ISShCh ISW-13 RW-14 Sundsdal´s Wee Kind of Magic eig. Arinbjörn Friðriksson & Margrét G. Andrésdóttir