2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 51

Stigahæsti ungi sýnandi ársins - eldri flokkur

Hafdís Jóna Þórarinsdóttir varð stigahæsti ungi sýnandi ársins 2015 í eldri flokki . Hún er aðeins 17 ára gömul en hefur afrekað ansi margt í sýningahringnum , þar á meðal að verða send sem fulltrúi Íslands í keppnir ungra sýnenda erlendis og hefur þar verið félaginu til sóma .
Höfundur : Klara Símonardóttir
Hvað ertu gömul ? Ég er 17 ára gömul
Hvað hefuru verið lengi að keppa í ungum ? Ég hef verið að keppa í ungum sýnendum í að verða fjögur ár .
Hefur þú sýnt mikið fyrir utan í ungum ? Já , ég byrjaði að sýna í tegundahring á sama tíma og ég byrjaði að sýna í ungum sýnendum , svo í að verða fjögur ár .
Hvaða tegundir hefur þú helst sýnt ? Ég hef helst sýnt schnauzer og tegundir úr tegundahóp 8 .
Áttu þér einhverja draumategund til að sýna ? Flat-coated Retriever er alveg mín draumategund , bæði til að eiga , rækta og sýna . Ekkert sem jafnast á við þessa endalaust glöðu hunda !
Hvað kosti finnst þér hundurinn sem þú keppir með þurfa að hafa ? Góðan vinnuvilja og gott skap . Ég er mjög heppin með hundinn minn í ungum , hann Lokk , hann er alltaf til í að vinna fyrir þig og það er ekkert skemmtilegra en að vera með þessum hressa gaur í hringnum !
Hvaða kosti finnst þér góður ungur sýnandi þurfa að hafa ?
Hvaða tegund átt þú sjálf ? Metnað til að læra , góða
Ég ég sjálf dverg- og standard íþróttamennsku og gleði fyrir því sem schnauzer . hann er að gera er númer 1 , 2 og 3 .
Hvað æfir þú ca oft í viku ? Hvað er skemmtilegast við
Mánuði fyrir sýningar tek ég stundum það að vera í ungum ? æfingar jafnvel á hverjum degi Félagsskapurinn er frábær og vikunnar , fer eftir því hve marga hunda það er góður andi hjá okkur í ég er með þá sýningu . En ég legg Ungmennadeildinni . Vinna með mikla áherslu á að ná góðu sambandi hundinum sem ég er að sýna , alveg við hundinn svo ég tek ekki einungis ómetanlegt samband sem ég hef nú æfingar heldur hitti ég hundinn líka með hundinum sem ég nota í ungum og geri eitthvað skemmtilegt með þó ég eigi hann ekki . Það er líka alveg honum , til dæmis fer með honum í ótrúlega gaman að fá það tækifæri göngur . að ferðast erlendis til að vera fulltrúi
Er stressandi að keppa ? Íslands á ýmsum sýningum úti !
Já , það getur verið það en yfirleitt fer Nú hefur þú farið út að keppa , allt stress úr mér um leið og ég hleyp er mikill munur á skipulaginu inn í hringinn , sem betur fer . úti og hérna heima ?
Að sumu leyti , það fer mikið eftir því hvar ég er að keppa . Við erum með nokkuð svipað skipulag og hin Norðurlöndin , eins og til dæmis hef ég sjaldan lent í því að þurfa að fylgja gullnu reglunni þegar ég er að keppa úti , líkt og við fylgjum henni ekki hérna heima .
Er pressan mikið meiri ? Nei , ég hef yfirleitt fundið fyrir minni pressu þegar ég er að keppa úti . Gleymi mér yfirleitt svolítið í augnablikinu þegar ég keppi í svona stórum hring , mjög skemmtilegt !
Á hvaða sýningum hefur þú keppt úti og hvernig var ? Ég hef keppt á Nordic Winner í Svíþjóð og Noregi , Heimssýningunni á Ítalíu , Evrópusýningunni í Noregi og Crufts í Birmingham . Það er alveg ótrúlega gaman að keppa úti og gaman að hitta krakka hvaðan af úr heiminum sem eru í sama sporti og þú . Sýningarnar sem standa þó upp úr hjá mér eru Evrópusýningin þar sem ég náði þeim árangri að vera í 2 . sæti og að komast í topp 10 keppanda úrslit á Crufts , það er ekkert sem jafnast á við það !

Stigahæsti ungi sýnandi ársins - yngri flokkur

Elena Mist Theódórsdóttir varð stigahæsti ungi sýnandi ársins 2015 í yngri flokki . Elena verður 13 ára á árinu en hefur þrátt fyrir ungan aldur þónokkra reynslu úr sýningahringnum ásamt því að hafa verið alin upp innan um hunda þar sem fjölskylda hennar hefur ræktað hunda til fjölda ára .
Höfundur : Klara Símonardóttir
Hvað ertu gömul ? Ég er 12 ára og verð 13 ára á þessu ári !
Hefur þú sýnt mikið fyrir utan í keppni ungra sýnenda ? Já , ég hef sýnt í nokkrum löndum erlendis og svo einnig hérna á Íslandi .
Hvaða tegundir hefur þú helst sýnt ? Ég hef helst verið að sýna Silky terrier , Shih Tzu , Labrador og Yorkshire terrier .
Áttu þér einhverja draumategund til að sýna ? Já , draumategundirnar mínar til að sýna eru Aussie ( Australian shepherd ) og Afghan hound !
Hvaða tegund átt þú sjálf ? Ég á Silky terrier og Yorkshire terrier .
Hvað æfir þú ca oft í viku ? Ég æfi amk . þrisvar sinnum í viku , líka sérstaklega þegar ég er úti að labba með sýningahundana mína :)
Er stressandi að keppa ? Já það er stressandi að keppa !
Sérstaklega þegar þú ert komin í eldri flokk .
Hvað kosti finnst þér hundurinn sem þú keppir með þurfa að hafa ? Mer finnst nauðsynlegt að hundurinn sem ég sýni hafi gaman að þessu og finnist ég skemmtileg , sé hlýðinn og skemmtilegur karakter .
Hvaða kosti finnst þér góður ungur sýnandi þurfa að hafa ? Mér finnst að ungur sýnandi þurfi ekki bara að hugsa um að vinna heldur um að hafa gaman að þessu ! Það þarf að finnast þetta skemmtilegt og að vera með hund sem maður getur unnið vel með . Eins að mæta á þjálfanir og æfa hundana vel fyrir sýningar !
Hvað er skemmtilegast við það að vera í ungum ? Það skemmtilegasta við að vera í ungum er að vera með hundinum sem að þú sýnir ! Og auðvitað er náttúrulega frábært að vinna en ég hugsa ekki um það heldur að hafa gaman ! Og ef hundurinn er ánægður er ég ánægð og það er það sem er skemmtilegast við að vera í ungum sýnendum
Sámur 2 . tbl . 44 . árg . júní 2016 · 51