2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 46

Besti hundur sýningar Stefsstells Kolmars Krómi Stefanía Sigurðardóttir er enginn nýliði í ræktun eða á sýningum félagsins, til fjölda ára hefur hún ræktað undir ræktunarnafninu Stefsstells og sýnt hunda sína með góðum árangri. Á febrúarsýningu félagsins náði hundur úr hennar ræktun og í hennar eigu þeim árangri að verða Besti Hundur Sýningar (BIS). Hundurinn ISCh Stefsstells Kolmars Krómi er ekki nema 2 ára en hefur áður náð góðum árangri á sýningum m.a. orðið Besti Hundur Tegundar (BOB) og sigrað sinn tegundahóp. Árangur Króma má í raun þakka allri fjölskyldunni þar sem sl. sumar sýndi Dagbjört dóttir Stefaníu hann öðru sinni og nú á febrúarsýningunni sá Sigurður Edgar sonur Stefaníu um að sýna Króma alla leið til sigurs en hann er aðalsýnandi hundsins. Mér lék forvitni á að vita hvað þarf til að ná svona góðum árangri með ekki eldri hund og fékk því að leggja nokkrar spurningar fyrir Stefaníu. Hvernig er rútínan hjá ykkur í snyrtingu/hreyfingu? Næg útivera í öllum veðrum og hreyfing er nauðsynleg uppbyggingu hans, þar gerist svo ótal margt. Við vinnum talsvert úti svo skola ég hann áður en hann kemur inn ef svo ber undir. Ég held dagbók á áætlun fyrir hann varðandi önnur böð og held feldinum hreinum. Hefur þú notað hundinn í ræktun, hvernig hefur það komið út? Hann á erindi í ræktun og er heilbrigður sem er fyrir mestu. Við erum nýlega búin að kanna það, hann kemur sjálfur sterkur inn sem einstaklingur og úr gæðalega sterku goti. Krómi á í febrúarsýningu HRFÍ 2016, ljósm. Tanja Kääriäinen Krómi sem hvolpur Höfundur Klara Símonardóttir Valdir þú Króma sjálf sem hvolp til þess að halda eftir eða aðstoðaði annar við valið og hvað var það sem heillaði mest við hann? Við völdum í raun hvort annað og var það helst frábær gerð, samræmi og vilji sem heillaði mig strax frá fæðingu. Um 5 vikna aldur hans var mér hins vegar orðið ljóst að ég þyrfti að passa mig, yfirvegunin var slík og einbeittur áhuginn á mér. Tenging okkar er svolítið sérstök og henni gat ég ekki sleppt. Hundurinn heillaði mig! Þegar þú gerðir pörunina sem hann kemur úr hafðir þú þá hugmynd um að þú gætir fengið fram þessi gæði? Já þessi samsetning var til, við Salka biðum eftir 46 · Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 Hvernig hefur honum gengið áður á sýningum?  Krómi varð fyrst BOB í maí 2015 hjá Andrew H. Brace og sigraði einnig grúppu 5. Kolmari. Ég hugsa samsetningar fram í tímann um nokkrar kynslóðir og vinn mig áfram. Ég veit hvað ég vil og hliðarverkefnin æði mörg ásamt góðu og farsælu ræktunarsamstarfi að þessu goti. Tel mig hafa frábæran samnefnara úr Ösku- og Árulínum í Króma, hann var alltaf lofandi en hann kemur mér líka á óvart og er enn að þroskast. Einkennin eru sterk inni í þessum lið, sem dæmi þá ber hann hátíðarskottið sem kennt er við ömmu hans, Stefsstells Hátíð, og sömuleiðis öll hans systkini. Svona get ég haldið áfram að rekja mig en gleðst nú yfir þessari festu sem ég hef unnið upp. Öðru sinni BOB hjá Jadranka Mijatovic á sumarsýningu 2015, og alltaf sýndur í unghundaflokki þar til í feb. sl. þegar hann kom fyrst fram í opnum flokki fyrir Leif Ragnar Hjörth. Krómi er nú nýr ísl. meistari sem á tvö CACIB.  Sástu gæðin strax eða komu þau fram síðar?  Krómi á hug minn alla daga og hefur haldið mér vel við efnið enda mjög spennandi einstaklingur. Reynsla og þekking á tegundinni hjálpar vitanlega, já ég þekki þessa hvolpsgerð mjög vel. En það sem Krómi hefur áberandi er fallegt samræmi í heild og frábærar hreyfingar sem skipta mig máli, og eru í algjöru einkasamkvæmi þegar þess krefst. Hann er vinnuhundur sem fær hlutverk og er vinnufús. Ég virði eðli hans og hef lagt mig fram við að fylgja honum eins og hentar honum best. Sýningarnar byrjuðu sem mát í mínum huga fyrir hann og stefnu þjálfunar hans fyrir mig. Að ganga hratt og vel er bara svolítið mikið í hans anda. Hver finnst þér stærsti kosturinn við hundinn?  Hvað hann er skemmtilegur. Við Krómi vöxum saman á okkar máta því við erum alltaf að læra af hvort öðru.  Allir hundar eru einstakir fyrir mér og Krómi er einn af þeim. Glaðbeittur drauma sýningahundur og jafnframt fyrsti Stefsstells ræktaði hundurinn minn sem verður BIS á Íslandi. Ég er mjög stolt af honum og þetta er afrek fyrir ungan hund sem hóf sýningaferil sinn 15 mánaða gamall.