2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 42

hundunum komst Tino að því að Springerinn hafði ekki verið skráður á sýninguna og því hvergi sjáanlegur. Tino trúði því einfaldlega ekki að einhver myndi sleppa því að mæta með hund í þessum gæðum þar sem hann gæti unnið hvar sem er. Hann vill ítreka við sýnendur og eigendur að mæta með það besta sem þeir eiga til þess að sýna raunveruleg gæði tegunda. Schnauzer í virkilega miklum gæðum Besti öldungur sýningar: 1. sæti ISW-12 C.I.B. ISCh Kudos Gagarin IS11917/08 Poodle, miniature Eigandi: Ásta María Guðbergsdóttir Ræktendur: Mikael Nilsson & Ruby Lindeman Óvanalegt er að hvítir schnauzer hundar komist í úrtak í tegundahópi en Tino var mjög ánægður með gæði litsins hér, almennt séu gæðin hreint ekki nógu góð en miðað við þá hunda sem hann sá hér erum við í ótrúlega góðum málum miðað við stærð landsins. Hann talaði um að gæðin almennt í öllum stærðum og litum schnauzer hundanna hafi verið mjög góð hér. Í tegundahópi 2 átti Tino erfitt með að gera upp á milli Doberman og Boxer, hann sagði að Doberman tíkin hefði verið virkilega góð en aðeins of villt í stóra hringnum en að Boxerinn hefði verið frábær. Aðspurður um ráð til handa félaginu segir hann að við höfum komist á rétta braut fyrir mörgum árum og að það sé bara spurning um að fylgja áfram sömu stefnu með aðild að NKU og FCI. Hann segir að það sé hægara sagt en gert að rækta hunda í innflutningsumhverfinu hér en að sumir ræktendur ætli greinilega að komast yfir allar hindranir sem settar eru í veg fyrir þá til þess að rækta góða hunda. Hann talar einnig um hvað ungu sýnendurnir eru hæfileikaríkir, þeir séu á heimsmælikvarða og að við þurfum að halda á