2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 40

Besti hundur sýningar 1. sæti ISCh Stefsstells Kolmars Krómi IS19586/14 Íslenskur fjárhundur Eigandi/ræktandi: Stefanía Sigurðardóttir Alþjóðleg sýning HRFÍ 26.-28. febrúar Febrúarsýning HRFÍ fór fram helgina 26.-28. febrúar. Rétt tæplega 750 hundar af 84 tegundum voru skráðir til leiks að þessu sinni. 28 ungmenni voru skráð til leiks í keppni ungra sýnenda en sú keppni fór fram samhliða hvolpasýningu föstudaginn 26. febrúar og var dómari Marc Linnér frá Svíþjóð. Dómarar sýningarinnar voru Dusan Paunovic frá Serbíu, Jean-Jacques Dupas frá Frakklandi, Leif Ragnar Hjorth frá Noregi, Tino Pehar frá Króatíu og Þórdís Björg Björgvinsdóttir frá Íslandi. Höfundur: Klara Símonardóttir Heppin með unga fólkið Dómarinn Leif Ragnar Hjorth frá Noregi var virkilega ánægður með skipulag sýningarinnar og sagði félagið einstaklega lánsamt að eiga svona mikið af ungu áhugasömu fólki í félaginu. Hann talaði sérstaklega um hversu mikið af ungu fólki væri áhugasamt um sýningar hér, það væri eðlilegt að ungt fólk væri áhugasamt um félögin sín í Skandinavíu en að við hér á Íslandi værum í sérflokki hvað þetta varðar. 40 · Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 Besti hundur sýninga framúrskarandi Leif Ragnar dæmdi íslenska fjárhundinn sem hann var ánægður með í heildina. Hann sagði gæði tegundarinnar misjöfn í heiminum en á heildina litið væru gæðin hér góð. Leif Ragnar var sérstaklega ánægður með besta hund tegundar sem hann gerði að besta hundi sýningar og sagði hann frábæran fulltrúa tegundarinnar. Leif Ragnar dæmdi tvær nýjar tegundir á landinu, Australian cattle dog og White Swiss Shepherd. Hann taldi þessa þrjá fulltrúa nýju tegundanna góða, og þá sérstaklega White Swiss Shepherd hundana sem hann sagði framúrskarandi. Af hundum sem stóðu upp úr hjá honum minntist hann einnig á Ungversku Viszluna sem sigraði tegundahópinn og endaði í 3. sæti sem besti hundur sýningar. Ósanngjarnar reglur Dusan Paunovic frá Serbíu var afskaplega ánægður með dvöl sína á Íslandi og vildi sérstaklega hrósa