2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 32

Forsíðumyndasamkeppni Sáms Ákveðið var að efna til myndasamkeppni um forsíðumynd Sáms. Þemað var vor/sumar og mátti senda inn myndir af hundum þar sem amk einn hundanna var úr tegundahópum 9 eða 10. Ástæðan fyrir því að þeir tegundahópar voru valdir í fyrstu keppnina er að sjaldnast hafa verið hundar úr þeim tegundahópum á forsíðu Sáms sl. 20 ár. Mikil þátttaka var í keppninni og viljum við þakka öllum þeim sem sendu inn myndir og einnig viljum við þakka Dýrabæ fyrir að gefa vinninga fyrir efstu 3 sætin. Valið var ekki auðvelt en ritnefnd Sáms gegndi því erfiða hlutverki. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem voru sendar inn en valin var ein frá hverjum innsendanda til birtingar hér. Næsta tölublað Sáms kemur út um jólin og verður þá önnur myndasamkeppni, þá er þemað „jól/vetur“ og er keppnin fyrir tegundahópa 1 og 2. Myndir má senda á [email protected] Úrslit 1. sæti – Leifturs Harpa, eigandi Vigdís Tryggvadóttir, ljósmyndari Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir. 2. sæti - Halastjörnu Gellan Hún Gilitrutt, eigandi Brynja Tomer, ljósmyndari Sóley Ragna Ragnarsdóttir. 3. sæti – Vindsvala Freyja, eigandi Kristín Þórmundsdóttir, ljósmyndari Berglind Magnúsdóttir. 2. sæti 1. sæti 32 · Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 3. sæti